29.3.06

hugrenning dagsins....

fór að velta því fyrir mér um daginn, hvort þeir sem maður hefur misst geti fylgst með manni, handan móðunnar miklu? Mér var hugsað til hennar ömmu minnar sem ég var mjög mikið hjá þegar ég var lítil enda bjó hun í næsta húsi. Allt í einu fannst mér svo leiðinlegt að hún (og afi og amma Stenna) viti ekki að ég eigi núna 3 börn, í raun þeirra framhaldspersónur, hluti af þeim.

Allavega vil ég trúa því að á einhvern hátt séu þau að fylgjast með okkur og viti hvað á daga okkar hefur drifið, er það ekki? Mér finnst það nokkuð notarleg tilhugsun....

Allavega vonast ég nú eftir því að geta allavega lesið minningargreinarnar mínar í mogganum.....þegar ég dey;o)

Hér er magakveisan sem herjaði á tvíburana með fremur ekki skemmtilegum bleium á undanhaldi....sem betur fer

En hvernig er þetta er ekki eitthvað að fara að ferast sem býður upp á skemmtilegt spjall og örlítið víntár í aðra tánna.....néi, ég bara spyr


24.3.06

þessi fékk nokkur hot-points síðast....


nammmmm......................

og by the way þá er ég búin að redda myndavélarmálunum!!!!!!!!! 'I'Ihaaaaa Bounce


23.3.06

Sveitaferð


Fór út á land, tók myndir, nokkrar komust lífs af áður en að myndavélin eyddi restinni út......

Er að fara að skoða myndavélar á morgun.......þetta gengur ekki!

Takk fyrir góðan dag, girls

21.3.06

3 þættir eftir....

af SexandtheCity maraþoninu! (Hjördís hvað átt þú marga eftir!?)Hmmmmmm..............

Hef svosem EKKERT að skrifa um allt í rólega kanntinum hérna, var að baka skinkuhorn (sem staðfestir rólegheitin!!) Þarf að finna e-ð sniðgt að blogga um sem inniheldur fallega karlmenn, það virðist vekja lukku!!;o)

Strákarnir verða 10 mánaða eftir 2 daga! ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að svífa.....í burtu


jæja best að fá sér skinkuhorn........
15.3.06

sá fallegasti....


fyrir utan maka, auðvitað!!;o)

en hverjum dáist þið að í laumi??

Þetta er minn uppáhalds........

14.3.06

bloggara-blogg

jamm, hér er ég að reyna að standa undir væntingum fárra, en góðra lesenda;o) Hmmmmmm...er enn að horfa á Sex and the City, er að nálgast lokin, búin að horfa á 8 þætti í seríu sex. Big-a-bú....

Fór í allveg alldeilis frábæra surprise grill-veislu á laugardagskvöldið, hún Dísa skvísa var að ganga í 30 og eitthvað klúbbinn og Sævar (eiginmaðurinn) bauð okkur vinkonunum í mat, þar sem hann sýndi grilltakta á heimsmælikvarða!! Nammmi-namm og svo var setið fram eftir kvöldi, haldið áfram að BORÐA, hvað annað og spjallað og drukkið....bara gaman.

Næsta laugardag er svo stefnan sett á sveitarferð til hennar Möggu, sem án efa verður stuð.

Nenni nú lítið að segja um þetta hágæsluherbergis mál á barnaspítalanum, veit að ég verð of æst ef ég byrja, bara fáránlegt og dj"#$%>$#$%&#"$ hel%$#$#"#$% stjórnmálamenn... sko vissi´ða varð reið.

Jæja andinn e-ð lélegur þessa dagana þannig að......þangað til næst5.3.06

Smá upprifjun...


er semsagt á seríu 5, búin með 2 þætti....Carrie byrjaði aftur með Aiden, en hann hætti með henni þar sem hún vildi ekki giftast honum N'UNA.........halló, en mikið var hann mikið sætari sem kærasti í annað sinnið, stuttklipptur og með sixpack....mmmm.....

Núna er ég að horfa á snilldarræmuna FOOTLOOSE. Þvílík klassík. Og "Carrie" leikur í henni! Hún er 22 ára gömul(myndin, ekki Carrie) og tískan í henni að sumu leiti er það sem er "inn" í dag! Er ekki einmitt talað um að tískan endurtaki sig á ca. 20 ára fresti?........

Get ekki beðið eftir lokaatriðinu! Snilldin við þessar gömlu klassísku unglingamyndir er endirinn. Dæmi, Grease, Dirty Dancing.......og örugglega fleiri, nenni ekki að hugsa;o)