26.2.06

Annað hvort....

er engin að lesa þetta blessaða blogg mitt, eða ég bara að skrifa svona uninterresting greinar sem engin kommentar á......þarf aðeins að velta þessu fyrir mér;o)

Jæja en allavega þá er sería 3, 3 diskur í dvd spilaranum, Carrie búin að hætta með Big og byrja aftur með honum og svo hætta með honum, byrja með Aiden, halda fram hjá honum með Big, hætta með þeim báðum.....og já greyið Charlotte búin að giftast manni með lint typpi...

Við skötuhjúin erum að horfa á þetta saman, jú semsagt er Dóri orðin Sex And The Sity væddur. Sem er dáldið skemmtilegt, þ.e.a.s að horfa á þessa mjög svo girly þætti með mjög svo miklum karmanni. Hann skilur ekkert í henni Carrie og hennar endalausa röfli, Big er allveg að meika sens fyrir honum....og já Aiden fer í hans fínustu, hann er allt og mússí mússí. Sem mér finnst reyndar dáldið líka svona þegar ég er að horfa á þættina í annað (stundum þriðja) sinn. Man að mér fannst hann meira æði síðast þegar ég horfði....

Og svo veltir maður því ósjálfrátt fyrir sér þegar maður horfir á þættina og lætur sig dreyma um fataskápin hennar Carrie, er það virkilega svona að vera einhleyp kona í NY city? Þórdís þú getur kannski commentað þá það!!? Þ.e.s.a ef þú ert en að lesa.........

Bolludagurinn á morgun, fór útí bakarí, keypti 2 risa extra súkkulaði sætrjómabollur....og ein og hálf endaði í ruslinu.....alldrei lærir maður af reynslunni.....

En er að spá í að elda saltkjöt og baunir á þriðjudaginn....mmmmmmmm...veit að það á ekki eftir að fara í ruslið;o)

Og svo er það Öskudagurinn. Fór að velta því fyrir mér, hvað varð um öskupokana sem maður nældi í fók í gamla daga? Er þetta grín allveg dottið upp fyrir? Og nammisníkjandi krakkalakkar komnir í staðinn......já svona er þetta víst, við erum ekki litla ameríka fyrir ekki neitt.


19.2.06

Yessssss.....

fékk Sex And The Sity boxið í konudags/sambandsafmælisgjöf í dag! Vúúúúúúúhúúúúú!

Þannig að næsta blogg verður líklega eftir laaaaangan tíma..........best að byrja að horfa.

Læt þetta video fylgja fyrir þær/þá sem fengu fyrir hjartað við að horfa á hitt (og hlógu ekki;o)
http://www.geimur.is/link.php?id=30648
GLEÐILEGAN KONUDAG!Upgrade your email with 1000's of emoticon icons

Upgrade Your Email - Click here!

12.2.06

næl....

4 störf sem ég hef unnið við:
Hitaveita RVK
Hagkaup
American Style (framleiddi þynkuborgara í massavís;o)
Lindarborg
4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur og aftur...
Shawshank Redemcion
Stand by me
Lord of the rings serían góða
Braveheart
4 staðir sem ég hef búið á
Dvergholt 16
Skál
Vitastígur 9
Hlíðarvegur 54
4 sjónvarpsþættir sem ég elska....
Lost
Desperat houswifes
Nip Tuk (þvíííílík spenna..)
Sex and the City (mí læk-í...)
4 staðir sem ég hef farið í frí til...
Köben
Spain
Holland
London baby
4 vefsíður sem ég skoða daglega....
MBL
http://www.dagursolvi.is/ (flottustu guttar í heimi)
Vísir
og síður kátra krakka sem við þekkjum
4 uppáhaldsmáltíðir
Humar (naaaaaammmmmmmminammmmmm)
góð nautasteik
heimabökuð pizza
Hryggur með öllu (sósu líka;o)
4 staðir sem ég vildi vera á....
New York (is in my dreams)
í góðu partýi með fullt af ótrúleg skemmtilegu og góðu fólki
í rómantískri helgarferð með mínum heittelskaða
í verslunarferð með griljónir í vasanum....
4 sem ég næli í:
Magga (sveitastúlka)
Kolla (enþá meiri sveitastúlka)
Hjördís (rétt fyrir utan borgarmörkin)
Vigdís (í allt öðru landi)6.2.06

besta mynd allra tíma...

Við hjónaleysin erum búin að taka dvd síðustu tvö sunnudagskvöld. (video-ið er víst out) Fyrri myndin var hin gríðarleiðinlega Wedding Crassers. Díses, veit ekki hvort ég eigi að eyða stöfum í að lýsa henni. Held ég sleppi því....í gær var það svo hjónabands-sprengjan Mr and Mrs Jones. 'UFF!!! Þvílik ræpa. Klassíkt dæmi um mynd þar sem er verið að reyna að ég veit ekki gera hvað....Greyið Jennifer Aniston að þurfa að hugsa til þess að ÞESSI mynd leiddi til skilnaðar. Held ég sé hætt að taka svokallaðar Block Buster myndir, og er við það að missa trúna á Hollywood. Fór nebblega í bíó í síðustu viku á Pride and Prejudice, ágætis ræma en það sem fór með hana var hræðilega ósexý leikari í aðalkarlhlutverkinu...púff. Leikarinn sem lék Mr.Collins (minnir að hann hafi heitið það) bjargaði samt myndinni, ótrúlega frábær karakter. Já, held allavega að það sé langt þangað til að besta mynd allra tíma verði velt af stalli í bráð...sem er hin frábæra, yndislega Shawshank Redemcion.....og þið sem eruð ekki búin að sjá hana skellið ykkur á videoleguna ekki seinna en í gær, hlaupið fram hjá nýja viðbjóðnum og takið hana, eitt stykke klassík........Hver er annars ykkar klassík?

'Ur þessu í alllllllt annað....við erum nokkrar mömmur sem erum í sambandi og eigum það sameiginlegt að hafa allar eignast fyrirbura. Síðast þegar við hittumst vorum við 6 mömmur með 8 börn. Spjalliað var um krílin og ástæður fyrirburafæðinga. 5 af okkur 6 höfðum fengið, hvað á ég að segja "enn ein kellingin með móðursýki á meðgöngu" stimpilinn sem var til þess (kannski) að þessi börn litu dagsins ljós of snemma. Sem mér finnst dáldið áhugavert. Það hlýtur að vera ódýrara fyrir kerfið (sem er alltaf að reyna að spara) að hlusta á innsæi konu og hlusta og bregðast við, heldur en að þurfa aðvera með lítil veikburða börn á vökudeild í vikur og mánuði. Og svo vil ég líka nota tækifærið og koma því á framfæri að kona sem hefur farið í keiluskurð, vegna frumubreytinga í legi, er í aukinni áhættu að eignast fyrirbura. Þessar upplýsingar fær kona sem fer í slíka aðgerð ekki og er ekki undir auknu eftirliti, jebb svona er þetta skrítið kerfi. Frekar er lagt á konugreyið að missa jafnvel fóstur á miðri meðgöngu og þá er möguleiki að það verði fylgs betur með NÆST. Svo elsku þið sem lesið þetta, látið þetta endilega berast.

Shi$%&$%& Lost er byrjað....gara gó

Kveðja Ösp Sharing Popcorn1.2.06

Auglýsi eftir....

einhverjum að koma með mér til NEW YORK þann 10-13 febrúar, kostar aðeins 52,000 með hóteli......
Einhver.......
anybody.............
Ha.....ll..........ó..............
oooooo....mig langar svoooooooooooo.............................

eða í bíó, það er líka gaman Times Square