22.1.08

21.1.08

Ég vinn á leikskóla

en ég vissi ekki að Borgarstjórn RVK væri í sandkassanum hjá mér!

Ætli mitt næsta verk í vinnunni verði að skeina Villa um bossann??

Þvílíkur skrípaleikur

17.1.08

jæja stelpur...

þið sem voruð að hvabba í mér yfir Köbenferðinni og að ég væri einhver svikari og e-ð, nú erum við, kjallinn og kjellingin að spá í vorferð...

Hvernig væri að ákveða tíma á okkar ferð svo maður verði ekki rassskelltur!

13.1.08

Skrítið

að fara í 25 ára afmæli "litla" bróður síns og sjá fullt af yngri útgáfum af krökkum sem maður þekkti í Mosó. Þarna voru þá samankomin yngri systkini gamalla félaga, sem voru líka svona allveg eins í útliti og eldri útgáfurnar. Strange.

en hér er afmælisbarnið, fann þessa mynd á Google undir leitarorðinu Geiri slææ

6.1.08

Köbenhavn here i come...

í apríl, það er staðfest. Bókaði miðann áðan, fer á fimmtudegi út og kem heim á sunnudegi. GAMAN

Frænkur þarna úti, gjöra svo vel að vera lausar og liðugar fyrir frænkukvöld laugardagdskvöldið 12 apríl!!

En já vildi bara monta mig:D

1.1.08

Gleðilegt nýtt ár!!

árið 2007 byrjaði ég aftur að vinna eftir langt og gott fæðingarorlof!
árið 2007 fór ég nokkrum sinnum til útlanda, Köben á árshátíð, New york með mínum heitelskaða og Finnlands með Degi Sölva og Heiðu! Verð að gera betur árið 2008, og byrjar það vel með miða uppá ferð til Köben!
árið 2007 sendi mig lengra inn í fertugsaldurinn. Já ekki verður maður yngri!

Heilt yfir allt hefur árið 2007 verið gott og skemmtilegt ár, hlakka ég til að hefja það nýja, 2008 með bros á vör,

um þetta leiti fyrir 10 árum kynntist ég þessum manni!

official day 8 feb. Dagurinn sem mér var hent út. Hehe

jæja elskur, óska öllum gleðilegt nýs árs og þakka gamalt og gott!

Skál