16.12.05

í kjólinn fyrir jólin.....

jú fór í bæinn með tveimur traustum álitsgjöfum og skellti mér á eitt stykki pallíettu-blúndu rokk kjól! Og skó í stíl!! OMG hvað ég verð rosalega fín, hlakka rosa til að fara í kjólinn fyrir jólin:o)

Mamma ákvað semsagt að gefa mér helmingin í kjólnum þessi elska (hann kostaði nebblega nokkra þúsundkallana) Held að þetta sé allt Erlu perlu minni að kenna, hún gaf mér eitt stykki pallíettubelti, og núna er ég búin að kaupa pallíettukjól dauðans!!

.....en bara gaman að því. Nú eru semsagt mín helstu vandræði fyrir jólin að finna e-ð spennandi handa barnsföður mínum......höfuðverkur....langar ekki bara að kaupa e-ð (Hildur hvað segirðu!!þú ert svo úrræðagóð;o)

Vona innilega að Halldór verði búin snemma á þorláksmessu, langar nebblega rosamikið í gönguferð í bænum, það er svo jóló.....

jæja kveð í bili með gleði í hjarta og spennu í maga.....

jólakjóll....


jæja ágætu lesendur nær og fjær, ég fór semsagt í bæinn í gær það sem ég hafði fengið ábendingu frá henni Hildi um rauða skó í Rokk og Rósum. Sá eina mjög sæta en hefði ekki treyst mér að labba á þeim fleiri en 2 skref ef ég hefði náð því, slíkur var pinnahællinn. En auðvitað álpaðist ég inn í kjólaskotið og þar eru sko margir skemmtilega glamúr kjólar og auðvitað fann ég einn slíkan sem var eins og sniðin á mig úr blúndum og pallíettum!!! Hljómar vel ekki satt. Þannig að núna er ég að spá í kjól fyrir jólin í staðin fyrir ófáanlegu rauðu spariskónna, þeir bíða betri tíma.....en best að skella sér í bæinn og máta aftur áður en endanleg ákvörðun verður tekin.......

Sem ég held að verði kaupa, kaupa, kaupa!!!

12.12.05

leitin að rauðu skónum....


já mér LANGAR í rauða spariskó. Það er mynd af hinum fullkomnu rauðu spariskóm í huga mínum sem vill ekki fara. Þannig að ég fór og hóf leitina miklu. Var sko allveg til í að láta aðeins undan kröfunum, þeir mættu vera pínu öðruvísi en draumaskórnir.....en nei það eru ekki til rauðir skór á 'Islandi!! 'Eg er semsagt búin að fara í KringlunaSmáralindinaLaugarveginn......og púhúhú það hafa engir skór fundist í fallegum rauðum lit, ekki einu sinni í ljótum rauðum lit...þannig að nú auglýsi ég eftir RAUÐUM spariskóm, ef þið sjáið RAUÐA spariskó, látiði mig endilega vita!!

Það styttist í jólin og rjúpurnar komnar í hús!! 'IHA :o) Já vinur hans Geira er svo góðhjartaður að hann lætur fjölskylduna rjúpusjúku fá 12 stykki af guðdómlegum rjúpum á ekki neitt!! Þvílík góðmenska. Annan en rjúpurnar sem mér buðust á 3000 kr stk, já ég endurtek 3000 stykkið! Er fólk ekki allveg allt í lagi?? 'Eg held bara ekki.....

'Otrúlega skondið með sokkabuxur á stráka. Það er í fyrsta lagi ekki auðvelt að finna þær í búðum, náttúrulega endalaust af bleikum og rauðum eins og bara stelpur séu í sokkabuxum. Svo rakst ég á 3 pör saman á 999 kr sem er mjög gott verð, og í þokkabót voru þær bara ansi smekklegar og góðar. 'Eg semsagt keypti síðasta pakkan á reykjavíkursvæðinu! Fullt til af bleiku sokkabuxunum, en bláu og grænu, uppseldar í öllum rúmfatalagersbúðunum!! 'Eg held bara að fleiri strákamömmur hafi uppgvötvað þær...........

Búin að setja jólaseríur í gluggana í stofunni, og nenni ekki að gera meir, hvað er að jólastelpan e-ð að klikka.......jæja best að skella sér bara í þetta af hörku, koma svo......

þangað til næst, kveðja Ösp rauðuskósjúka

4.12.05

Geðveikin er byrjuð!

Já fór semsagt í Kringluna og Smáralindina í dag með Dóra og geðveikin er byrjuð, það voru semsagt ALLIR í Kringlunni og þeir sem ekki voru þar, ekki margir en nógu margir til að fylla Smáralindina voru þar! 'Uff, mikið er ég fegin að vera heima í orlofi og haft möguleika á að fara á mánudagsmorgni kl 10:00 og verslað jólagjafir. Sem er reyndar mjög ólíklegt þar sem ég vakna oftast nær 11;O)....

Litlu peyjarnir eru farnir að sýna takta um mannafælni og eru sko ekki til í að vera hjá hverjum sem er, ekki einu sinni aðalpassaranum henni ömmu 'Aslaugu, og ekki lýst mér nú vel á það!

Var að velta því fyrir mér hvort það sé ekki öruggt mál að kaupmenn hér í bæ smyrji svolitlu auka verði á vörurnar sínar svona í tilefni jólanna....allavega blöskrar manni hvað litlir og ómerkilegir hlutir geta kostað mikið....

Amman kom í hús í dag, sendi forleldrana út (sem enduðu í Kringlunni og Smáralindinni) bakaði piparkökur með Degi Sölva með einni og passaði vælukjóana (ljótt af mér að segja svona!!) með hinni, semsagt súperamma:o)

Hvað er málið með fólk í Hollywood, nú er semsagt Brad að fara að ættleiða börnin hennar Angelíu....hvað er korter síðan hann skildi.... mikið vona ég barnana vegna að þau verði þá ekki hætt saman eftir korter.....

Og samhvæmt E! (horfi stundum á þá merku sjónvarpsrás) er David Beckham The most sexiest men alive!! hvorki meira né minna og nú skil ég líka út af hverju Brad skildi við Jennifer og nældi í Jolie (eða var það öfugt) allavega þá er hún samhvæmt sama lista The most sexiest woman alive, en Jennifer bara númer 64, auðvitað varð hann að skipta, enda sjálfur nr 4 og þá þýðir ekki að láta sjá sig með e-m nr. 64.........

og á meðan að það er verið að murrka lífið úr Jesú í Passion of the Krist (hún er semsagt í sjónvarpinu) býð ég góða nótt og vona að þið finnið hin sanna jóla-anda innra með ykkur og trúið mér hann finnst ekki í Kringlunni.......hvað þá Smáralindinni.

21.11.05

það er rooooosalega erfitt...


að ná góðri jólakortamynd af þrem grislingum!!

9.11.05

'Eg á tvo litla grallara...


já klukkan er hálf ellefu og tveir litlir óþekktarormar sitja hjá mér í sófanum;o) Vanir að sofna kl átta, hálfníu og gefa foreldrunum kærkomið frí á kvöldin, en nei ekki í kvöld. Mömmunni finnst þetta dáldið fyndið og vildi deila þessu með ykkur......

Það er dáldið mál að vera bloggari, fyrst eftir að maður er búin að stofna bloggið koma ótal sögur upp í kollinn á manni sem maður vill deila með lesendunum en þegar frá líður kemur upp einskonar ritstífla eða writers block! Er í einni slíkri sem ég vona að hverfi fljótlega......

þangað til þá bið ég að heilsa......

1.11.05

'Eg veit ekki hvað það er...

en ég er að komast í allveg svakalegt jólaskap! Planið er að kíkja í Ikea á morgun og ég get varla beðið!! Það er náttúrulega ekki allveg í lagi;o) Heg reyndar alltaf verið mikið jólabarn, hér fá tildæmis allir í fjölskyldunni í skóinn á aðfangadag. Mjög gaman....

Kanski er það snjórinn og það að ég þreif hjá mér um daginn, hreint og fínt og snjór úti, kertaljós í gluggunum.....mmmmmm...

Þegar ég var 12 ára var ég í fyrsta skipti heima hjá mér á aðfangadag! Við vorum alltaf í þykkvabænum, eða upp á Skaga. Man að mér fannst hálf skrítið að vera heima. Hitt var svo skemmtilegt með frænkum og frændum og fullt af öðrum börnum. Enda núna þegar ég sjálf er komin með 3 börn verður eftirvæntingin til jólanna meiri. Þetta er svo mikil hátíð barnanna. Spennan sem kemur í litla krakkakroppa, vá hvað tíminn gat verið ótrúlega leeeeennnnngiiii að líða.....

núna er 1 nóvember og slatta langt í jólin, þannig séð, en ég held samt að ég fari bráðum að lauma jólalögum undir geislann og kannski maður prufi að baka piparkökuhús í fyrsta skipti með Degi Sölva, það gæti verið gaman.....

'Eg hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til.............


24.10.05

við 4


og hin 44, 996 sem fórum í kröfugöngu á kvennafrídaginn fengum sól og fallegt veður, þurfti samt að hlaupa inn í eina búð og kaupa vettlinga handa mér og Degi og auðvitað afgreiddi karlmaður mig. súpermamman ákvað það semsagt kl 3:30 að missa ekki afþessum sögulega degi og brunaði niður í bæ til að taka þátt, og sé ekki eftir því:o) Gleymdi reyndar myndavélinni en læt fylgja mynd af okkur mæðginunum sem ég tók eftir að við komum heim......

Til hamingju með daginn...

kæru vinkonur. Fyrir 30 árum síðan var ég nýkomin heim af "vökudeildinni" (hún var ekki til 1975, var stofnuð formlega 1976) Mamma sá sér ekki fært að mæta niður í bæ þar sem hún var nýbúin að endurheimta litla barnið sitt af spítalanum eftir 2mánaða dvöl. 'I dag ætlar þetta fyrrum litla barn að vera niður í bæ í anda, þar sem hún á tvíbura sem ekki er hægt að stóla á að hlíði á ræðuhöld með bros á vör:o) Kannski kemst ég eftir 30 ár, þá 60 ára.....tíminn verður víst að leiða það í ljós.

Súpermamman ég fór í barnaafmæli í gær. Skellti börnunum mínum 3 í jeppan og brunaði á æskuslóðirnar upp í Mosó. Brynjar skemmti gestum fyrst um sinn með háværum gráti (stór og mikil tár spruttu í stríðum straumi) er farin að halda að litla peðið sé að verða smá mannafæla. Sem betur fer var Viktor hinn rólegasti í fangi ókunnugra. Loksins sofnaði Brynjar og ég gat sinnt Degi og Viktori. Þegar Viktor sofnaði, vaknaði Brynjar u.þ.b. á sömu mínútu;o) og þá var ekkert annað að gera en að leggja frá sér kökudiskinn og taka krílið upp. Og svo var afmælið búið, ég kom litlu mönnunum og stóra stráknum fyrir í jeppanum (með hjálp góðra handa) og svo brunuðum við í bæinn.....

Það er semsagt eftir þessa reynslu nokkuð freystandi og eiginlega ákveðið af minni hálfu (þú kommentar bara á þetta Dóri minn ef þú hefur e-ð að leggja til málanna!)að heima verður hangið þegar jólaboðin skella á mann með miklum þunga, að einhverjum undantekningum þó....

Já 2 mánuðir til jóla (úff!) í dag og það verður án efa stuð stuð stuð á þessu heimili. Hlakka mikið til:o)

Og þá rifjast upp fyrir mér að hver einustu jól í barnæsku frá því að ég man eftir mér var ég búin að finna gjöfina fyrir aðfangadag og vissi upp á hár hvað væri í pakkanum. Frekar fúlt, en alltaf leitaði maður samt fyrir næstu jól. Einu sinni þegar ég var ca. 12 -13 ára hafði mér ekki tekist að finna neitt þrátt fyrir leit á öllum líklegum og óliklegum stöðum. Enda man ég vel hvað það voru skemmtileg jól, þar sem ég hafði ekki kíkt í pakkan fyrirfram.....

Sem mér finnst svolítið fyndið þegar fólk notar þetta orðatiltæki, að kíkja ekki í jólapakkann fyrirfram þegar foreldrar eru að ákveða hvort þeir vilji vita kynið á barninu sínu fyrir fæðinu.....skil ekki allveg samlíkinguna, allavega varð ég ekki fyrir vonbrigðum með að vera búin að fá að vita Kynin á tvíburunum mínum, bara eintóm sæla..............

Kveðja í bili og vona að sem flestar konur taki nú þátt í kvennréttindadeginum í dag, á staðnum eða í anda eins og ég:o)
19.10.05

ég er ekki að djóka

var búin að skrifa og skrifa og svo bara deletaðist það!

nenni ekki að byrja upp á nýtt..........

10.10.05

'Eg mæli með.....


pizza veislu sem inniheldur barnapizzu, pepperóní - delux útgáfu og HUMAR pizzu a´la Kollita.
Verði ykkur að góðu..........

9.10.05

Konukvöld

Fór út í gærkveldi, ótrúlega gaman. Hitti fyrverandi og núverandi vinnufélaga. 'Utvaldan hóp af skemmtilegu fólki, sem gaman er að fá sér í glas með og spjalla:o) Planið er að hittast fljótlega aftur, halda konukvöld, skella sér í kjóla, punnta sig upp og vera fínar! Hlakka mikið til!

Nú er leti, strákarnir sofandi og hinir strákarnir mínir að chilla í bílskúrnum. Og svo í kvöld er komið að því, humarpizzan margumtalaða verður bökuð og er sko búið að bjóða til mikillar pizzuveislu að því tilefni.

Frænka hans Dóra var að eignast lítinn prins, er búin að sjá myndir af honum á barnalandi, flottur strákur! Er samt búin að vera að velta því fyrir mér, hvað málið sé þegar lítið kríli kemur í heiminn verður allur ættbálkurinn að mæta upp á fæðinagardeild?! Konugreyið búin að vera að rembast alla nóttina, er svo skellt í keisara undir morgun og sama kvöld eru flestar frænkur og nokkrir frændur og aðrir minna skyldir búnir að æða upp á spítala til að kássast í nýfæddu barni og örþreyttri móður. 'Eg bara skil ekki svona hamagang og veit um nokkrar mæður sem hafa upplifað vægt og ekki svo vægt þunglyndi eftir svona gestagang, com on gott fólk give a woman a brake! Hvað segiði er ég ein um þessa skoðun? Aðeins að pústa!!

jæja með sól í hjarta og allt það kveð ég í bili

5.10.05

A.N.T.M

'Eg elska raunveruleika sjónvarp. Já svona er lífið og ég er sjónvarpsjúk! 'Eg elska Rob úr survivor sem núna hleypur um heiminn í the amacing race, vona að hann og Amber vinni. Það yrði svolítið fyndið. Auðvitað HATA hin liðin þau. Enda eiga þau feita miljón í banka eftir Survivor. Uppáhaldið mitt er samt America´s next top model. Eða A.N.T.M eins og ég kýs að kalla það:o) Snilldin ein. Allar píurnar í bich fight og svo kemur guðinn þeirra hún Tyra og segir þeim að vera feers, koma svo vera svolítið atitjút, og best er þegar hún sínir þeim hvernig á að vinna með myndavélina. Work it girls, work it! Eða þegar hún er að lesa upp nöfnin í endan, ó mæ god DRAMA. Og allar gellurnar skjálfa á beinunum, I love it. Og svo er bara svo skemmtileg að sjá myndatökurnar, það er hin mesta skemmtun. Og í þættinum var meira að segja ein gerð að íslendingi, how cool is that!!!!!!!!

Er nú samt hrædd um að íslenski Bachelorinn eigi eftir að floppa, ætla samt að fylgjast með, sérstaklega þar sem Hekla Daða fer að gráta, verð að sjá það! Hversu mikið ætli þetta fari fyrir brjóstið á Ragnheiði Ríkarðs?? Vonandi allsvakalega......
Svo stal hún líka hjólinu mínu í gamla daga, þannig að ég á eftir að skemmta mér konunglega yfir fögrum tárum hennar......woooohaaaaa woooohahahah hahahahahahahah

4.10.05

Skál!Eins og komið hefur fram þá hét húsið mitt Skál. Fyrir utan að heita skrítnu nafni þá var það svolítið öðruvísi í útliti en venjan er. Fólk hélt að þetta væri kirkja, hesthús, hlaða......

Dag nokkurn var ég að fara í gönguferð með litla króann hann Agga bróðir í kerru þegar það stoppar bíll hjá okkur. (einn af þessum 2-3!) og maðurinn við stýrið spyr okkur kurteisislega: er þetta einbýlishús? 'Eg leit á manninn og svarið var einfalt. Nei þetta er Skál............

Hvað ætli manngreyið hafi haldið um þennan skrítna krakka úr sveitinni!?

3.10.05

Sveitasæla

Halldór segir að ég sé alin upp í sveit.......

Sveitin eins og hann kallar er Mosfellsbær, ekki langt frá Reykjavík. Fyrst fannst mér þetta ógurleg móðgun, Mosó er sko alls engin sveit. En þegar ég hugsa aðeins út í þetta þá er ég eiginlega fegin og ánægð að hafa fengið að alast upp í "sveitinni". (By the way, þá ólst hann upp í fellunum, íslenska Gettóinu!)

'Eg til dæmis labbaði á næsta "sveitabæ" á hverjum morgni til ömmu og afa til að fá eina teskeið af hunangi sem afi hafði tröllatrú á að gerði mér allt hið besta .

'Eg átti heima við Dælustöðina, þar sem hægt var að klifra í trjám og vaða í ám, já og renna sér á snjóþotum niður brekkur á veturna.

Það var hægt að fara upp í "fjöllin" í kring og leika.

'Aður en að hverfið byggðist upp, voru lúpínur hinmegin við götuna og blóðbergslyng við girðinguna.

'Eg lærði að hjóla á götunni og það var ekkert hættulegt þar sem að ca 2-3 bílar keyrðu hana daglega. (ef það var svo mikið:o)

Já og svo var hægt að fara á rúlluskauta í Dælustöðinni á mýksta malbikinu.........

Þegar ég fór í heimsókn í næsta hús, þurfti ég að fara yfir mela og móa...

Vinkona mín átti heima á hænsnabúi og við fengum að leika okkur við ungana.

Það voru hitaveitu-stokkar út um allt og það var rosa gaman að hjóla á þeim.

Húsið mitt var með grasi á þakinu og hét Skál.

Var ég ekki heppin........


30.9.05

'Eg mæli með


Kaffi latte, með dassi af karmellu sýrópi og miklli froðu......
Einstaklega gott í haustnæðingnum sem við borgarbúar finnum fyrir þessa dagana. Og örugglega enn notarlegra fyrir þá sem búa fyrir norðan í vetrinum.........

Að tilheyra minnihlutahópi...

'Eg hef nú alltaf talið mig vera ljóshærða, meira að segja fór ég ekki að setja strípur til að lýsa hárið fyrr en um tvítugt. En í vor gerðist svolítið óútskíranlegt, ég varð nebblega rauðhærð. Fólk fór að segja við mig, flottur litur á hárinu, varstu að lita það? 'Eg varð að neita því, hafði bara haldið áfram að fá sömu ljósu strípurnar hjá Ingigerði frænku. En hárið sem ekki fékk strípulitinn, var búið að breytast, það var orðið rautt. 'Eg var lengi vel ekki viss hvort ég væri nú nokkuð að fíla þessa breytingu, en svo varð ég bara nokkuð ánægð og var meira að segja að spá í hvort ég ætti að hætta að setja ljósar strípur og sjá hvernig hárið yrði, gæti orðið dáldið flott.....

En í dag fór ég í klippingu og frænka mín sagði mér að hárið væri að lýsast aftur, rauði liturinn að fara, dofna...og ég orðin ljóshærð aftur. 'Eg verð nú bara að viðurkenna það að ég á eftir að sakna þess að vera rauðhærð og tilheyra minnihlutahópi...

29.9.05

samviska...

Fyrsta minningin um samviskubit er þegar ég er lítil og í heimsókn hjá ömmu og afa. 'Eg og Heiða frænka mín (Vona að ég sé ekki að ljúga neinu upp á þig!) fórum að skoða í lítilli bókabúð sem var við hliðina á ömmu og afa. Þarna sáum við frænkuskottin rosalega flottar rauðar flautur sem okkur langaði roooosalega mikið í og ákváðum að stinga þessum flottu flautum í vasana. Sem sagt stálum....Svo þegar við vorum komnar heim til ömmu og afa uppgvötuðum við okkur til mikils ama að auðvitað gátum við ekki flautað með flautunum okkar nýstolnu, því þá myndi fullorðna fólkið fatta þjófnaðin um leið. Nú voru góð ráð dýr. Við fórum inn í svefnherbergi, flautuðum ofurlátt í flauturnar (urðum að prufa) og settum þær svo inn í háælaða skó í skápnum hennar ömmu þar sem þær áttu að bíða betri tíma. Mig minnir að mér hafi bara verið nokkuð létt að skilja við þær þarna í skónum hjá ömmu, ég var nefnilega komin með samviskubit, þetta að stela átti ekki við mig..........

Nokkrum árum síðar fór ég í afmæli með vinkonu minni til bekkjarvinkonu hennar. þar sáum við vinkonurnar rosalega flott safn af barbí skóm sem afmælisbarnið átti. Þar sem við vorum svona barbí-vinkonur ákváðum við þegar allir krakkarnir voru samankomnir einhverstaðar annars staðar enn í herbergi stúlkunar að taka okkur nokkur skópör, hún átti svo mikið að hún myndi örugglega alldrei taka eftir því að það vantaði í safnið, ég valdi mér nokkra og vinkona mín líka og svo freistaðist hún til að taka eyrnalokka líka. Fljótlega eftir þjófnaðinn mikla ákváðum við að drífa okkur heim í barbí. Þegar heim til vinkonu minnar var komið var ég komin með svooo mikið samviskubit og mikin og stóran hnút í magann að ég gat alls ekki leikið mér með skóna, "gaf" henni mína og fór heim. Hún var hin ánægðasta, fékk allt þýfið. Saamviskan var ekki mikið að naga hana því hún gékk með eyrnalokkana stolnu og hafði litlar áhyggjur af að upp um málið myndi komast. Sem það gerði þegar bróðir afmælisbarnsins sá hana með eyrnalokkana. Við þurftum að setja barbí skóna í glæra samlokupoka og skila með skömm. Og svo var ég stimplaður höfuðpaur málsins þar sem ég var nú árinu eldri en vinkonan og afmælisbarnið og hlaut því að hafa átt upptökin.............

Eftir þetta freistaðist ég alldrei aftur til að stela, ég var búin að læra af reynslunni. (nema einu sinni á Glaumbar í miklu ölæði, en þá komumst við (nefni engin nöfn:o) inn í eldhús þegar feita konan í eldhúsinu fór að sækja glös fram í sal og tókum flösku, eða tvær.........

Tvær fæðingarsögur

Fyrir að verða 5 árum varð ég mamma, fæddi 16 marka dreng eftir fulla 40 vikna meðgöngu. Fullkominn lítill snáði...... eða hvað? Þegar barnalæknirinn kom morguninn eftir að hann fæddist til að skoða litla kraftaverkið kom í ljós að hann var ekki "fullkominn", greyjið litla var með óþroskaðar mjaðmaskálar svo að það var hægt að smella löppunum úr liðnum. Nýbakaða mamman stóð þarna með tárin í augunum og kökkin í hálsinum yfir þessum ósköpum og var því fegnust að nýbakaði pabbinn hafði rænu á að tala við læknirinn og fá upplýsingar um þetta grafalvarlega mál (eða svo fannst mér:o) Barnið þurfti að fara í spelkur a.s.a.p og vera í þeim næstu 8 vikur, mæta reglulega til bæklunarsérfræðings og svo var bara að vona það besta (sem allar líkur voru á)

8 vikum seinna fékk hann að fara í koddabuxur og nota þær í 7 vikur. Svo var tekin rönkenmynd og allt leit vel út, mjaðmaliðirnir orðnir eins og þeir eiga að sér að vera og allt í góðum gír....hjúkk! Barnið fína var orðið fullkomið:o)

Rúmum 4 árum síðar var ég orðin ólétt aftur og það af tvíburum! Rosa stuð og gaman. Meðgangan gékk eins og í sögu eins og síðast og mínar helstu áhyggjur voru þær að guttarnir myndu nú koma sér í höfuðstöðu fyrir mömmu sína svo hún myndi sleppa við keisara. En á 31 viku ákváðu guttarnir að skella sér í heiminn með látum, voru ekki búnir að verða að ósk mömmunar þannig að úr varð bráðakeisari, þarna lá ég allgjörlega dofin fyrir neðan brjóst í skjálftarkasti (sem getur fylgt keisara) Það blæddi ca 1 og 1/2 lítra af blóði áður en læknirinn náði þeim út, annar andaði sjálfur, hinn þurfti að fara í öndunarvél, þeir voru agnarsmáir og bjuggu á vökudeildinni í 6 vikur......og mamman var hin pollrólegasta yfir þessum ósköpum, fegin að þeir voru jú, eftir allt fullkomnir, hvernig sem allt færi.............

Ekkert mál= stórmál, stórmál= ekkert mál?!

28.9.05

Þegar ég var 10 ára....

fór ég í klippingu og það var klippt stutt. Þetta var að hausti til og skólinn að byrja. Svo var haldið í Hagkaup (ekki það að ég muni það, finnst það bara líklegt:o) og ég fékk þennan líka rosa flotta gallajakka og bleika Converse skó, uppháa. Sem var eiginlega ekki mjög mikið ég því ég var nú ekki vön því að vilja stikka út úr, frekar svona falla inn í hópinn. En ég man að mér fannst ég bara nokkuð svöl. 'I löngu fímínútunum náði bekkurinn fótboltavelli og við skelltum okkur í fótboltaleik. Þarna var ég með stuttklippta hárið í bleiku converse skónum, þegar sæti strákurinn í 12 ára bekk kallaði inn á völlinn og beinti orðunum að mér: hey þú, ertu strákur eða stelpa?!.............

'Eg þarf nú varla að taka það fram að þetta eyðilagði fyrir mér daginn og næstu ca 15 ár, en þá þorði ég að láta klippa mig stutt aftur, nokkuð viss um að það yrði ekki ruglast á kynferði mínu.......................................................

Og svo í lokin, mikið er ég fegin að Davíð nokkur Oddson sé hættur í pólitík, var allveg búin að fá nóg af honum.

27.9.05

6 tvíburameðgöngur


Þegar ég gékk með tvíburana mína hitti ég kunningjakonu mína sem sagði mér frá langömmu sinni sem hafði verið barnmörg kona, eignast 15 börn sem væri kannski ekki frásögu færandi nema hvað að 12 af 15 börnunum voru tvíburar! Já þið lásuð rétt, þessi kona hafði gengið í gegn um 6 tvíburameðgöngur. Ætli hún hafi hætt að vera hissa þegar 3, 4, 5, tvíburarnir litu dagsins ljós? 'I dag horfa aðrar mæður mæddar á mig og eiga fullt í fangi með sitt eina litla kríli og spyrja:hvernig ferðu að? Er´etta ekki miklu erfiðara en eitt...og.sv.fr.
Auðvitað er þetta svolítið erfitt þegar báðir garga í einu og maður er bara með einn faðm, en á móti fæ ég að upplifa tvöfaldan skammt af brosum, hlátri, gleði og kátínu...........

Komin á bloggið

'Eg ákvað að fá mér mína eigin síðu (láta barnalandssíðuna vera fyrir börnin) og fá mér eina svona fullorðins:o)