16.12.05

í kjólinn fyrir jólin.....

jú fór í bæinn með tveimur traustum álitsgjöfum og skellti mér á eitt stykki pallíettu-blúndu rokk kjól! Og skó í stíl!! OMG hvað ég verð rosalega fín, hlakka rosa til að fara í kjólinn fyrir jólin:o)

Mamma ákvað semsagt að gefa mér helmingin í kjólnum þessi elska (hann kostaði nebblega nokkra þúsundkallana) Held að þetta sé allt Erlu perlu minni að kenna, hún gaf mér eitt stykki pallíettubelti, og núna er ég búin að kaupa pallíettukjól dauðans!!

.....en bara gaman að því. Nú eru semsagt mín helstu vandræði fyrir jólin að finna e-ð spennandi handa barnsföður mínum......höfuðverkur....langar ekki bara að kaupa e-ð (Hildur hvað segirðu!!þú ert svo úrræðagóð;o)

Vona innilega að Halldór verði búin snemma á þorláksmessu, langar nebblega rosamikið í gönguferð í bænum, það er svo jóló.....

jæja kveð í bili með gleði í hjarta og spennu í maga.....

jólakjóll....


jæja ágætu lesendur nær og fjær, ég fór semsagt í bæinn í gær það sem ég hafði fengið ábendingu frá henni Hildi um rauða skó í Rokk og Rósum. Sá eina mjög sæta en hefði ekki treyst mér að labba á þeim fleiri en 2 skref ef ég hefði náð því, slíkur var pinnahællinn. En auðvitað álpaðist ég inn í kjólaskotið og þar eru sko margir skemmtilega glamúr kjólar og auðvitað fann ég einn slíkan sem var eins og sniðin á mig úr blúndum og pallíettum!!! Hljómar vel ekki satt. Þannig að núna er ég að spá í kjól fyrir jólin í staðin fyrir ófáanlegu rauðu spariskónna, þeir bíða betri tíma.....en best að skella sér í bæinn og máta aftur áður en endanleg ákvörðun verður tekin.......

Sem ég held að verði kaupa, kaupa, kaupa!!!

12.12.05

leitin að rauðu skónum....


já mér LANGAR í rauða spariskó. Það er mynd af hinum fullkomnu rauðu spariskóm í huga mínum sem vill ekki fara. Þannig að ég fór og hóf leitina miklu. Var sko allveg til í að láta aðeins undan kröfunum, þeir mættu vera pínu öðruvísi en draumaskórnir.....en nei það eru ekki til rauðir skór á 'Islandi!! 'Eg er semsagt búin að fara í KringlunaSmáralindinaLaugarveginn......og púhúhú það hafa engir skór fundist í fallegum rauðum lit, ekki einu sinni í ljótum rauðum lit...þannig að nú auglýsi ég eftir RAUÐUM spariskóm, ef þið sjáið RAUÐA spariskó, látiði mig endilega vita!!

Það styttist í jólin og rjúpurnar komnar í hús!! 'IHA :o) Já vinur hans Geira er svo góðhjartaður að hann lætur fjölskylduna rjúpusjúku fá 12 stykki af guðdómlegum rjúpum á ekki neitt!! Þvílík góðmenska. Annan en rjúpurnar sem mér buðust á 3000 kr stk, já ég endurtek 3000 stykkið! Er fólk ekki allveg allt í lagi?? 'Eg held bara ekki.....

'Otrúlega skondið með sokkabuxur á stráka. Það er í fyrsta lagi ekki auðvelt að finna þær í búðum, náttúrulega endalaust af bleikum og rauðum eins og bara stelpur séu í sokkabuxum. Svo rakst ég á 3 pör saman á 999 kr sem er mjög gott verð, og í þokkabót voru þær bara ansi smekklegar og góðar. 'Eg semsagt keypti síðasta pakkan á reykjavíkursvæðinu! Fullt til af bleiku sokkabuxunum, en bláu og grænu, uppseldar í öllum rúmfatalagersbúðunum!! 'Eg held bara að fleiri strákamömmur hafi uppgvötvað þær...........

Búin að setja jólaseríur í gluggana í stofunni, og nenni ekki að gera meir, hvað er að jólastelpan e-ð að klikka.......jæja best að skella sér bara í þetta af hörku, koma svo......

þangað til næst, kveðja Ösp rauðuskósjúka

4.12.05

Geðveikin er byrjuð!

Já fór semsagt í Kringluna og Smáralindina í dag með Dóra og geðveikin er byrjuð, það voru semsagt ALLIR í Kringlunni og þeir sem ekki voru þar, ekki margir en nógu margir til að fylla Smáralindina voru þar! 'Uff, mikið er ég fegin að vera heima í orlofi og haft möguleika á að fara á mánudagsmorgni kl 10:00 og verslað jólagjafir. Sem er reyndar mjög ólíklegt þar sem ég vakna oftast nær 11;O)....

Litlu peyjarnir eru farnir að sýna takta um mannafælni og eru sko ekki til í að vera hjá hverjum sem er, ekki einu sinni aðalpassaranum henni ömmu 'Aslaugu, og ekki lýst mér nú vel á það!

Var að velta því fyrir mér hvort það sé ekki öruggt mál að kaupmenn hér í bæ smyrji svolitlu auka verði á vörurnar sínar svona í tilefni jólanna....allavega blöskrar manni hvað litlir og ómerkilegir hlutir geta kostað mikið....

Amman kom í hús í dag, sendi forleldrana út (sem enduðu í Kringlunni og Smáralindinni) bakaði piparkökur með Degi Sölva með einni og passaði vælukjóana (ljótt af mér að segja svona!!) með hinni, semsagt súperamma:o)

Hvað er málið með fólk í Hollywood, nú er semsagt Brad að fara að ættleiða börnin hennar Angelíu....hvað er korter síðan hann skildi.... mikið vona ég barnana vegna að þau verði þá ekki hætt saman eftir korter.....

Og samhvæmt E! (horfi stundum á þá merku sjónvarpsrás) er David Beckham The most sexiest men alive!! hvorki meira né minna og nú skil ég líka út af hverju Brad skildi við Jennifer og nældi í Jolie (eða var það öfugt) allavega þá er hún samhvæmt sama lista The most sexiest woman alive, en Jennifer bara númer 64, auðvitað varð hann að skipta, enda sjálfur nr 4 og þá þýðir ekki að láta sjá sig með e-m nr. 64.........

og á meðan að það er verið að murrka lífið úr Jesú í Passion of the Krist (hún er semsagt í sjónvarpinu) býð ég góða nótt og vona að þið finnið hin sanna jóla-anda innra með ykkur og trúið mér hann finnst ekki í Kringlunni.......hvað þá Smáralindinni.