24.10.05

við 4


og hin 44, 996 sem fórum í kröfugöngu á kvennafrídaginn fengum sól og fallegt veður, þurfti samt að hlaupa inn í eina búð og kaupa vettlinga handa mér og Degi og auðvitað afgreiddi karlmaður mig. súpermamman ákvað það semsagt kl 3:30 að missa ekki afþessum sögulega degi og brunaði niður í bæ til að taka þátt, og sé ekki eftir því:o) Gleymdi reyndar myndavélinni en læt fylgja mynd af okkur mæðginunum sem ég tók eftir að við komum heim......

Til hamingju með daginn...

kæru vinkonur. Fyrir 30 árum síðan var ég nýkomin heim af "vökudeildinni" (hún var ekki til 1975, var stofnuð formlega 1976) Mamma sá sér ekki fært að mæta niður í bæ þar sem hún var nýbúin að endurheimta litla barnið sitt af spítalanum eftir 2mánaða dvöl. 'I dag ætlar þetta fyrrum litla barn að vera niður í bæ í anda, þar sem hún á tvíbura sem ekki er hægt að stóla á að hlíði á ræðuhöld með bros á vör:o) Kannski kemst ég eftir 30 ár, þá 60 ára.....tíminn verður víst að leiða það í ljós.

Súpermamman ég fór í barnaafmæli í gær. Skellti börnunum mínum 3 í jeppan og brunaði á æskuslóðirnar upp í Mosó. Brynjar skemmti gestum fyrst um sinn með háværum gráti (stór og mikil tár spruttu í stríðum straumi) er farin að halda að litla peðið sé að verða smá mannafæla. Sem betur fer var Viktor hinn rólegasti í fangi ókunnugra. Loksins sofnaði Brynjar og ég gat sinnt Degi og Viktori. Þegar Viktor sofnaði, vaknaði Brynjar u.þ.b. á sömu mínútu;o) og þá var ekkert annað að gera en að leggja frá sér kökudiskinn og taka krílið upp. Og svo var afmælið búið, ég kom litlu mönnunum og stóra stráknum fyrir í jeppanum (með hjálp góðra handa) og svo brunuðum við í bæinn.....

Það er semsagt eftir þessa reynslu nokkuð freystandi og eiginlega ákveðið af minni hálfu (þú kommentar bara á þetta Dóri minn ef þú hefur e-ð að leggja til málanna!)að heima verður hangið þegar jólaboðin skella á mann með miklum þunga, að einhverjum undantekningum þó....

Já 2 mánuðir til jóla (úff!) í dag og það verður án efa stuð stuð stuð á þessu heimili. Hlakka mikið til:o)

Og þá rifjast upp fyrir mér að hver einustu jól í barnæsku frá því að ég man eftir mér var ég búin að finna gjöfina fyrir aðfangadag og vissi upp á hár hvað væri í pakkanum. Frekar fúlt, en alltaf leitaði maður samt fyrir næstu jól. Einu sinni þegar ég var ca. 12 -13 ára hafði mér ekki tekist að finna neitt þrátt fyrir leit á öllum líklegum og óliklegum stöðum. Enda man ég vel hvað það voru skemmtileg jól, þar sem ég hafði ekki kíkt í pakkan fyrirfram.....

Sem mér finnst svolítið fyndið þegar fólk notar þetta orðatiltæki, að kíkja ekki í jólapakkann fyrirfram þegar foreldrar eru að ákveða hvort þeir vilji vita kynið á barninu sínu fyrir fæðinu.....skil ekki allveg samlíkinguna, allavega varð ég ekki fyrir vonbrigðum með að vera búin að fá að vita Kynin á tvíburunum mínum, bara eintóm sæla..............

Kveðja í bili og vona að sem flestar konur taki nú þátt í kvennréttindadeginum í dag, á staðnum eða í anda eins og ég:o)
19.10.05

ég er ekki að djóka

var búin að skrifa og skrifa og svo bara deletaðist það!

nenni ekki að byrja upp á nýtt..........

10.10.05

'Eg mæli með.....


pizza veislu sem inniheldur barnapizzu, pepperóní - delux útgáfu og HUMAR pizzu a´la Kollita.
Verði ykkur að góðu..........

9.10.05

Konukvöld

Fór út í gærkveldi, ótrúlega gaman. Hitti fyrverandi og núverandi vinnufélaga. 'Utvaldan hóp af skemmtilegu fólki, sem gaman er að fá sér í glas með og spjalla:o) Planið er að hittast fljótlega aftur, halda konukvöld, skella sér í kjóla, punnta sig upp og vera fínar! Hlakka mikið til!

Nú er leti, strákarnir sofandi og hinir strákarnir mínir að chilla í bílskúrnum. Og svo í kvöld er komið að því, humarpizzan margumtalaða verður bökuð og er sko búið að bjóða til mikillar pizzuveislu að því tilefni.

Frænka hans Dóra var að eignast lítinn prins, er búin að sjá myndir af honum á barnalandi, flottur strákur! Er samt búin að vera að velta því fyrir mér, hvað málið sé þegar lítið kríli kemur í heiminn verður allur ættbálkurinn að mæta upp á fæðinagardeild?! Konugreyið búin að vera að rembast alla nóttina, er svo skellt í keisara undir morgun og sama kvöld eru flestar frænkur og nokkrir frændur og aðrir minna skyldir búnir að æða upp á spítala til að kássast í nýfæddu barni og örþreyttri móður. 'Eg bara skil ekki svona hamagang og veit um nokkrar mæður sem hafa upplifað vægt og ekki svo vægt þunglyndi eftir svona gestagang, com on gott fólk give a woman a brake! Hvað segiði er ég ein um þessa skoðun? Aðeins að pústa!!

jæja með sól í hjarta og allt það kveð ég í bili

5.10.05

A.N.T.M

'Eg elska raunveruleika sjónvarp. Já svona er lífið og ég er sjónvarpsjúk! 'Eg elska Rob úr survivor sem núna hleypur um heiminn í the amacing race, vona að hann og Amber vinni. Það yrði svolítið fyndið. Auðvitað HATA hin liðin þau. Enda eiga þau feita miljón í banka eftir Survivor. Uppáhaldið mitt er samt America´s next top model. Eða A.N.T.M eins og ég kýs að kalla það:o) Snilldin ein. Allar píurnar í bich fight og svo kemur guðinn þeirra hún Tyra og segir þeim að vera feers, koma svo vera svolítið atitjút, og best er þegar hún sínir þeim hvernig á að vinna með myndavélina. Work it girls, work it! Eða þegar hún er að lesa upp nöfnin í endan, ó mæ god DRAMA. Og allar gellurnar skjálfa á beinunum, I love it. Og svo er bara svo skemmtileg að sjá myndatökurnar, það er hin mesta skemmtun. Og í þættinum var meira að segja ein gerð að íslendingi, how cool is that!!!!!!!!

Er nú samt hrædd um að íslenski Bachelorinn eigi eftir að floppa, ætla samt að fylgjast með, sérstaklega þar sem Hekla Daða fer að gráta, verð að sjá það! Hversu mikið ætli þetta fari fyrir brjóstið á Ragnheiði Ríkarðs?? Vonandi allsvakalega......
Svo stal hún líka hjólinu mínu í gamla daga, þannig að ég á eftir að skemmta mér konunglega yfir fögrum tárum hennar......woooohaaaaa woooohahahah hahahahahahahah

4.10.05

Skál!Eins og komið hefur fram þá hét húsið mitt Skál. Fyrir utan að heita skrítnu nafni þá var það svolítið öðruvísi í útliti en venjan er. Fólk hélt að þetta væri kirkja, hesthús, hlaða......

Dag nokkurn var ég að fara í gönguferð með litla króann hann Agga bróðir í kerru þegar það stoppar bíll hjá okkur. (einn af þessum 2-3!) og maðurinn við stýrið spyr okkur kurteisislega: er þetta einbýlishús? 'Eg leit á manninn og svarið var einfalt. Nei þetta er Skál............

Hvað ætli manngreyið hafi haldið um þennan skrítna krakka úr sveitinni!?

3.10.05

Sveitasæla

Halldór segir að ég sé alin upp í sveit.......

Sveitin eins og hann kallar er Mosfellsbær, ekki langt frá Reykjavík. Fyrst fannst mér þetta ógurleg móðgun, Mosó er sko alls engin sveit. En þegar ég hugsa aðeins út í þetta þá er ég eiginlega fegin og ánægð að hafa fengið að alast upp í "sveitinni". (By the way, þá ólst hann upp í fellunum, íslenska Gettóinu!)

'Eg til dæmis labbaði á næsta "sveitabæ" á hverjum morgni til ömmu og afa til að fá eina teskeið af hunangi sem afi hafði tröllatrú á að gerði mér allt hið besta .

'Eg átti heima við Dælustöðina, þar sem hægt var að klifra í trjám og vaða í ám, já og renna sér á snjóþotum niður brekkur á veturna.

Það var hægt að fara upp í "fjöllin" í kring og leika.

'Aður en að hverfið byggðist upp, voru lúpínur hinmegin við götuna og blóðbergslyng við girðinguna.

'Eg lærði að hjóla á götunni og það var ekkert hættulegt þar sem að ca 2-3 bílar keyrðu hana daglega. (ef það var svo mikið:o)

Já og svo var hægt að fara á rúlluskauta í Dælustöðinni á mýksta malbikinu.........

Þegar ég fór í heimsókn í næsta hús, þurfti ég að fara yfir mela og móa...

Vinkona mín átti heima á hænsnabúi og við fengum að leika okkur við ungana.

Það voru hitaveitu-stokkar út um allt og það var rosa gaman að hjóla á þeim.

Húsið mitt var með grasi á þakinu og hét Skál.

Var ég ekki heppin........