25.5.06

T.V. moment ársins!...

Já góðir lesendur, ég vona svo sannarlega að þið hafið ekki misst af ungfrú 'Island í gær, þvílík snilld. Þessar aumingja stúlkur sem voru þarna að dilla sér frekar ekki í takt á hræðilega ljótu og eightís sviði sem minnti á á tali hjá Hemma Gunn. Næst best fannst mér þegar þær stigu á stokk í bikiní með hvítar slæður yfir rassinn, hvað var það?

En ekkert toppaði það þegar Miss World, ungfrú Unnur Birna, hélt lofræðu um sjálfan sig og hennar ótrúlega árangur á sviði fegurðar, og svo steig hún af sviðinu og kassbúmmmm!! fleytti kjellingar á gólfinu, kórónan, demantskreytta skall í gólfið....úff kjánahrollur dauðans og hláturskast í kjölfarið, ég er enn að flissa þegar ég skrifa þetta....ojjj hvað ég er vond, en þetta var bara einstaklega fyndið, shit án efa T.V moment ársins...

22.5.06

fyrirfram afmæliskveðja

Þeir eiga afmæli í dag..
þeir eiga afmæli í dag..
þeir eiga afmæli, flottustu tvíburarnir í heimi!
þeir eiga afmæli í dag...

engin hlutdægni hér á bæ;o)

verð upptekin á morgun þannig að afmæliskveðjan fer inn einum degi fyrir ammæli

18.5.06

Jæja jæja.....

þá þá...
best að halda þessu blessaða bloggi gangandi fyrir Hjördísi og Kollu....

Þær verða nú að hafa eitthvað skemmtilegt að kíkja á á netinu!

'Uff, hún Silvía Night okkar bara púuð niður! Frekar fyndið samt, en leiðinlegt að falla úr keppni í 1000 skipti...

Mér fannst golden shower djókið dáldið fyndið...HAHA hún varð náttúrulega að hneiksla á einhvern hátt

Jebbsurí og dúddurei...gott að ég er að fara í brúðkaup á laugardaginn, þannig að ég þarf ekki að sitja með tárin fyrir framan eurovision og kjósa Lordí, or what the fu$%&$ þeir hétu, fallegu skrímslin sem hefðu sómað sér vel í Lord of the ring seríunni, the final battel...

Já og jæja svo er maður bara að fara að halda upp á eins árs afmæli og svona, brjálað að gera

until later aligaters
after while crockodile
8.5.06

sumarið er tíminn...


úff, mikið er yndislegt að fá sólina, hlýjuna, og allt sem fylgir því að sumarið er að koma/komið!
Reyndar er ég ekki allveg að fíla bíflugurnar, þessar sem stinga....

en vonandi eiga þær bara ekki eftir að þvælast mikið fyrir mér....í sumar

Vá hvað ég hlakka mikið til þess að njóta sumarsins, með börnunum mínum...þetta byrjar vel, sól um sumarylur, litlar tær á grasi í fyrsta sinn...æði

læt fylgja með þessu sumarlega bloggi mynd af sætustu tvíburunum að stripplast...

Takiði eftir því hvað Brynjar Jökull er að gera.....!

Sól, sól skín á mig ský, ský burt með þig.

Sendi öllum þeim sem eiga við sárt að binda (þ.e.a.s. þurfa að vera INNI að læra) alla mína samúð....allveg satt;o)

3.5.06

aftur til fortíðar...

fyrir tæpu ári síðan var ég ólétt, af tvíburum, var að hætta að vinna, og átti rúma 2 mánuði eftir af meðgöngunni.
Mikið rosalega var gott að hætta að vinna, ég var allveg búin með alla orku og aðeins meira en það.
'Eg fékk að setja lappirnar upp í loft og taka lífinu með ró í 2 vikur....
Þá fékk ég verki
'Eg hringdi upp á spítala og fór uppeftir
Konan sem tók á móti mér talaði við mig eins og ég væri ekki allveg í lagi....
ertu ekki bara með þrýsting...ég var með hríðar....hún sagði ertu ekki bara með þrýsting og brosti þjálfaða ljósmæðrabrosinu sínu og hugsaði enn ein með móðursýki
Sendi mig heim.
'Eg svaf illa
Og verkirnir urðu verri, og ég taldi mér trú um að þetta væri nú ekkert...
Skellti mér af stað og verslaði vagn.....með hríðar
Kom til ljósmóðurinnar minnar rétt fyrir 2, átti tíma kl 2 og beið út í bíl....á meðan ég fann spörk lengst niðrí....
Spjallaði við hana og hún lét lækni kíkja á mig, sem fann fyrir fæti bunga niður....
Sjúkrabíll
Sterasprauta
Hríðarstillandi
Dóri fór að fá sér að borða, og hjartslátturinn á tvíbura b fór að taka dýfur
Keisari ákveðinn um átta, ég hringdi í Dóra sem hennti heilum nonnabita i ruslið
'Eg var stunginn í bakið, oft, gékk eitthvað illa að setja inn hrossanálina, mæli ekki með mænudeifingu...(þoli ekki þegar óléttar konur segja: æ vona að ég geti farið í keisara...þori ekki að fæða það er svo vont...)
Dóri kom inn, allt í blóði, og svo var skorið, ég missti ca 1 og 1/2 Líter af blóði áður en legið var opnað....
Svo var tvíburi A rifinn út og hann gétt eins og lítill kettlingur, og ég grét, einni mínútu síðar var tvíburi B fæddur, minnir að hann hafi ekki grátið
'Eg fékk að sjá þá og hugsaði þegar ég sá Viktor, afi Nonni
Svo fékk ég skjálftan, hríðskalf á skurðarborðinu á meðan vökudeidarlæknarnir sáu um börnin mín...
í kassa...
'Eg fékk að sjá þá ca 3 tímum seinna, þá var rúminu mínu rúllað inn á vöku og þarna voru þeir..
pínkulitlir, og sætastir, annar í öndunarvél og hinn ekki, allgjörar hetjur, sem áttu heima í 6 vikur á vöku, úff....mjaltarvélin, vona að ég þurfi aldrei aftur að nota það tæki aftur...en notaði hana samt í 2 mánuði, á 3 tíma fresti...nema á nóttunni þá svaf ég í 6 tíma og vaknaði...oft með stíflur í brjóstunum...

það var vont

og nú er árið að líða, afmælisveilsa framundan hjá litlu prinsunum sem elska cherioos og epli, sem elska að fara í bað og busla, sem elska að klína sér á mömmu sína, sem geta orðið ótrúlega frekir, held að Brynjar hafi fengið vinnu-skapið hans Dóra...

afsakið stafsetningavillur, nenni ekki að lesa yfir þetta...vona að þetta sé ekki of þungur pistill...

en svona var þetta bara

kveð að sinni, í bili og allt það ætla að fara í kapal í nýja símanum mínum....

segi brandara næst...lofa