30.9.05

'Eg mæli með


Kaffi latte, með dassi af karmellu sýrópi og miklli froðu......
Einstaklega gott í haustnæðingnum sem við borgarbúar finnum fyrir þessa dagana. Og örugglega enn notarlegra fyrir þá sem búa fyrir norðan í vetrinum.........

Að tilheyra minnihlutahópi...

'Eg hef nú alltaf talið mig vera ljóshærða, meira að segja fór ég ekki að setja strípur til að lýsa hárið fyrr en um tvítugt. En í vor gerðist svolítið óútskíranlegt, ég varð nebblega rauðhærð. Fólk fór að segja við mig, flottur litur á hárinu, varstu að lita það? 'Eg varð að neita því, hafði bara haldið áfram að fá sömu ljósu strípurnar hjá Ingigerði frænku. En hárið sem ekki fékk strípulitinn, var búið að breytast, það var orðið rautt. 'Eg var lengi vel ekki viss hvort ég væri nú nokkuð að fíla þessa breytingu, en svo varð ég bara nokkuð ánægð og var meira að segja að spá í hvort ég ætti að hætta að setja ljósar strípur og sjá hvernig hárið yrði, gæti orðið dáldið flott.....

En í dag fór ég í klippingu og frænka mín sagði mér að hárið væri að lýsast aftur, rauði liturinn að fara, dofna...og ég orðin ljóshærð aftur. 'Eg verð nú bara að viðurkenna það að ég á eftir að sakna þess að vera rauðhærð og tilheyra minnihlutahópi...

29.9.05

samviska...

Fyrsta minningin um samviskubit er þegar ég er lítil og í heimsókn hjá ömmu og afa. 'Eg og Heiða frænka mín (Vona að ég sé ekki að ljúga neinu upp á þig!) fórum að skoða í lítilli bókabúð sem var við hliðina á ömmu og afa. Þarna sáum við frænkuskottin rosalega flottar rauðar flautur sem okkur langaði roooosalega mikið í og ákváðum að stinga þessum flottu flautum í vasana. Sem sagt stálum....Svo þegar við vorum komnar heim til ömmu og afa uppgvötuðum við okkur til mikils ama að auðvitað gátum við ekki flautað með flautunum okkar nýstolnu, því þá myndi fullorðna fólkið fatta þjófnaðin um leið. Nú voru góð ráð dýr. Við fórum inn í svefnherbergi, flautuðum ofurlátt í flauturnar (urðum að prufa) og settum þær svo inn í háælaða skó í skápnum hennar ömmu þar sem þær áttu að bíða betri tíma. Mig minnir að mér hafi bara verið nokkuð létt að skilja við þær þarna í skónum hjá ömmu, ég var nefnilega komin með samviskubit, þetta að stela átti ekki við mig..........

Nokkrum árum síðar fór ég í afmæli með vinkonu minni til bekkjarvinkonu hennar. þar sáum við vinkonurnar rosalega flott safn af barbí skóm sem afmælisbarnið átti. Þar sem við vorum svona barbí-vinkonur ákváðum við þegar allir krakkarnir voru samankomnir einhverstaðar annars staðar enn í herbergi stúlkunar að taka okkur nokkur skópör, hún átti svo mikið að hún myndi örugglega alldrei taka eftir því að það vantaði í safnið, ég valdi mér nokkra og vinkona mín líka og svo freistaðist hún til að taka eyrnalokka líka. Fljótlega eftir þjófnaðinn mikla ákváðum við að drífa okkur heim í barbí. Þegar heim til vinkonu minnar var komið var ég komin með svooo mikið samviskubit og mikin og stóran hnút í magann að ég gat alls ekki leikið mér með skóna, "gaf" henni mína og fór heim. Hún var hin ánægðasta, fékk allt þýfið. Saamviskan var ekki mikið að naga hana því hún gékk með eyrnalokkana stolnu og hafði litlar áhyggjur af að upp um málið myndi komast. Sem það gerði þegar bróðir afmælisbarnsins sá hana með eyrnalokkana. Við þurftum að setja barbí skóna í glæra samlokupoka og skila með skömm. Og svo var ég stimplaður höfuðpaur málsins þar sem ég var nú árinu eldri en vinkonan og afmælisbarnið og hlaut því að hafa átt upptökin.............

Eftir þetta freistaðist ég alldrei aftur til að stela, ég var búin að læra af reynslunni. (nema einu sinni á Glaumbar í miklu ölæði, en þá komumst við (nefni engin nöfn:o) inn í eldhús þegar feita konan í eldhúsinu fór að sækja glös fram í sal og tókum flösku, eða tvær.........

Tvær fæðingarsögur

Fyrir að verða 5 árum varð ég mamma, fæddi 16 marka dreng eftir fulla 40 vikna meðgöngu. Fullkominn lítill snáði...... eða hvað? Þegar barnalæknirinn kom morguninn eftir að hann fæddist til að skoða litla kraftaverkið kom í ljós að hann var ekki "fullkominn", greyjið litla var með óþroskaðar mjaðmaskálar svo að það var hægt að smella löppunum úr liðnum. Nýbakaða mamman stóð þarna með tárin í augunum og kökkin í hálsinum yfir þessum ósköpum og var því fegnust að nýbakaði pabbinn hafði rænu á að tala við læknirinn og fá upplýsingar um þetta grafalvarlega mál (eða svo fannst mér:o) Barnið þurfti að fara í spelkur a.s.a.p og vera í þeim næstu 8 vikur, mæta reglulega til bæklunarsérfræðings og svo var bara að vona það besta (sem allar líkur voru á)

8 vikum seinna fékk hann að fara í koddabuxur og nota þær í 7 vikur. Svo var tekin rönkenmynd og allt leit vel út, mjaðmaliðirnir orðnir eins og þeir eiga að sér að vera og allt í góðum gír....hjúkk! Barnið fína var orðið fullkomið:o)

Rúmum 4 árum síðar var ég orðin ólétt aftur og það af tvíburum! Rosa stuð og gaman. Meðgangan gékk eins og í sögu eins og síðast og mínar helstu áhyggjur voru þær að guttarnir myndu nú koma sér í höfuðstöðu fyrir mömmu sína svo hún myndi sleppa við keisara. En á 31 viku ákváðu guttarnir að skella sér í heiminn með látum, voru ekki búnir að verða að ósk mömmunar þannig að úr varð bráðakeisari, þarna lá ég allgjörlega dofin fyrir neðan brjóst í skjálftarkasti (sem getur fylgt keisara) Það blæddi ca 1 og 1/2 lítra af blóði áður en læknirinn náði þeim út, annar andaði sjálfur, hinn þurfti að fara í öndunarvél, þeir voru agnarsmáir og bjuggu á vökudeildinni í 6 vikur......og mamman var hin pollrólegasta yfir þessum ósköpum, fegin að þeir voru jú, eftir allt fullkomnir, hvernig sem allt færi.............

Ekkert mál= stórmál, stórmál= ekkert mál?!

28.9.05

Þegar ég var 10 ára....

fór ég í klippingu og það var klippt stutt. Þetta var að hausti til og skólinn að byrja. Svo var haldið í Hagkaup (ekki það að ég muni það, finnst það bara líklegt:o) og ég fékk þennan líka rosa flotta gallajakka og bleika Converse skó, uppháa. Sem var eiginlega ekki mjög mikið ég því ég var nú ekki vön því að vilja stikka út úr, frekar svona falla inn í hópinn. En ég man að mér fannst ég bara nokkuð svöl. 'I löngu fímínútunum náði bekkurinn fótboltavelli og við skelltum okkur í fótboltaleik. Þarna var ég með stuttklippta hárið í bleiku converse skónum, þegar sæti strákurinn í 12 ára bekk kallaði inn á völlinn og beinti orðunum að mér: hey þú, ertu strákur eða stelpa?!.............

'Eg þarf nú varla að taka það fram að þetta eyðilagði fyrir mér daginn og næstu ca 15 ár, en þá þorði ég að láta klippa mig stutt aftur, nokkuð viss um að það yrði ekki ruglast á kynferði mínu.......................................................

Og svo í lokin, mikið er ég fegin að Davíð nokkur Oddson sé hættur í pólitík, var allveg búin að fá nóg af honum.

27.9.05

6 tvíburameðgöngur


Þegar ég gékk með tvíburana mína hitti ég kunningjakonu mína sem sagði mér frá langömmu sinni sem hafði verið barnmörg kona, eignast 15 börn sem væri kannski ekki frásögu færandi nema hvað að 12 af 15 börnunum voru tvíburar! Já þið lásuð rétt, þessi kona hafði gengið í gegn um 6 tvíburameðgöngur. Ætli hún hafi hætt að vera hissa þegar 3, 4, 5, tvíburarnir litu dagsins ljós? 'I dag horfa aðrar mæður mæddar á mig og eiga fullt í fangi með sitt eina litla kríli og spyrja:hvernig ferðu að? Er´etta ekki miklu erfiðara en eitt...og.sv.fr.
Auðvitað er þetta svolítið erfitt þegar báðir garga í einu og maður er bara með einn faðm, en á móti fæ ég að upplifa tvöfaldan skammt af brosum, hlátri, gleði og kátínu...........

Komin á bloggið

'Eg ákvað að fá mér mína eigin síðu (láta barnalandssíðuna vera fyrir börnin) og fá mér eina svona fullorðins:o)