21.11.05

það er rooooosalega erfitt...


að ná góðri jólakortamynd af þrem grislingum!!

9.11.05

'Eg á tvo litla grallara...


já klukkan er hálf ellefu og tveir litlir óþekktarormar sitja hjá mér í sófanum;o) Vanir að sofna kl átta, hálfníu og gefa foreldrunum kærkomið frí á kvöldin, en nei ekki í kvöld. Mömmunni finnst þetta dáldið fyndið og vildi deila þessu með ykkur......

Það er dáldið mál að vera bloggari, fyrst eftir að maður er búin að stofna bloggið koma ótal sögur upp í kollinn á manni sem maður vill deila með lesendunum en þegar frá líður kemur upp einskonar ritstífla eða writers block! Er í einni slíkri sem ég vona að hverfi fljótlega......

þangað til þá bið ég að heilsa......

1.11.05

'Eg veit ekki hvað það er...

en ég er að komast í allveg svakalegt jólaskap! Planið er að kíkja í Ikea á morgun og ég get varla beðið!! Það er náttúrulega ekki allveg í lagi;o) Heg reyndar alltaf verið mikið jólabarn, hér fá tildæmis allir í fjölskyldunni í skóinn á aðfangadag. Mjög gaman....

Kanski er það snjórinn og það að ég þreif hjá mér um daginn, hreint og fínt og snjór úti, kertaljós í gluggunum.....mmmmmm...

Þegar ég var 12 ára var ég í fyrsta skipti heima hjá mér á aðfangadag! Við vorum alltaf í þykkvabænum, eða upp á Skaga. Man að mér fannst hálf skrítið að vera heima. Hitt var svo skemmtilegt með frænkum og frændum og fullt af öðrum börnum. Enda núna þegar ég sjálf er komin með 3 börn verður eftirvæntingin til jólanna meiri. Þetta er svo mikil hátíð barnanna. Spennan sem kemur í litla krakkakroppa, vá hvað tíminn gat verið ótrúlega leeeeennnnngiiii að líða.....

núna er 1 nóvember og slatta langt í jólin, þannig séð, en ég held samt að ég fari bráðum að lauma jólalögum undir geislann og kannski maður prufi að baka piparkökuhús í fyrsta skipti með Degi Sölva, það gæti verið gaman.....

'Eg hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til.............