29.3.06

hugrenning dagsins....

fór að velta því fyrir mér um daginn, hvort þeir sem maður hefur misst geti fylgst með manni, handan móðunnar miklu? Mér var hugsað til hennar ömmu minnar sem ég var mjög mikið hjá þegar ég var lítil enda bjó hun í næsta húsi. Allt í einu fannst mér svo leiðinlegt að hún (og afi og amma Stenna) viti ekki að ég eigi núna 3 börn, í raun þeirra framhaldspersónur, hluti af þeim.

Allavega vil ég trúa því að á einhvern hátt séu þau að fylgjast með okkur og viti hvað á daga okkar hefur drifið, er það ekki? Mér finnst það nokkuð notarleg tilhugsun....

Allavega vonast ég nú eftir því að geta allavega lesið minningargreinarnar mínar í mogganum.....þegar ég dey;o)

Hér er magakveisan sem herjaði á tvíburana með fremur ekki skemmtilegum bleium á undanhaldi....sem betur fer

En hvernig er þetta er ekki eitthvað að fara að ferast sem býður upp á skemmtilegt spjall og örlítið víntár í aðra tánna.....néi, ég bara spyr


5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Veistu ég trúi því að fólkið mitt fylgist með mér að handan. Ég vil nebblega geta fylgst með mínum þegar ég segi bless annars er ekkert vit í því að kveðja....

Skildi samt ekki alveg síðustu línur færslunnar en ég er til í spjall og nokkur víntár en vil fá þau í fleiri en eina tá.
Kveðja úr storminum

tvíburamamman um lífið og tilveruna sagði...

haha, já kannski aðeins meira en í eina tá þá, en þú þarna veðurtepta, þarf ég þá að bíða þangað til í vorleysingunum....??!!

Nafnlaus sagði...

nei suss nennekkað bíða svo lengi, nýti mér þá snjóbíla björgunarsveitarinnar í að ferja mig suður(þeir halda þó ekki að þeir geti haft Steina frítt....)

Nafnlaus sagði...

Ég hugsaði um þetta fyrir nokkrum árum og fannst þá heldur óþægilegt á þeim tíma að vera með mínum heittelskaða inni í svefnherberginu þegar nóttin var að ganga í garð(og suma morgna líka;)þá ákvað ég að þau sæju bara valda kafla í sjónvarpinu þarna hinu megin og síðan þá hefur mér liðið vel með að vita það bara, og gleðin getur haldið áfram í svefnherberginu.

tvíburamamman um lífið og tilveruna sagði...

hahaha! Góður punktur;o)