1.2.08
ég stefni hratt í að verða
Imelda Marcos kjólanna
Er allgjörlega kjólasjúk þessa daganna. Frá jólum er ég búin að kaupa mér 5 kjóla, sem ég tel ágætis árangur svona á rúmum mánuði.
Mæli með að þið fraukur skundið í Spútnik, kílóamarkaður, fékk 2 kjóla, eina tösku og eina húfu á 3500.- kjarakaup það!
Verst er að það er svo rólegt hjá manni í sosial-lífinu að maður hefur engin tækifæri til þess að klæðast herlegheitunum....
Auglýsi eftir partý-um!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Ég skrapp í Töff föt á Húsó en því miður var útsalan búin. Heimsótti því Ísak vin minn og fann þetta líka fallega neongræna prjónavesti sem fer svona líka asskoti vel við svarta kjólinn. 1500 kall það, ekki svo slæmt.
Sosial-lífið hér er blómlegt en þar sem ég er það líka og kannski ögn of mikið þá bíður vestið betri tíma. Kannski bara í NY með þér á góðum bar????
jebb ekki spurning, ALLTAF til í NY og drykk!
ég tek imeldu í nefið hvað varðar pilsakaup... Keypti 4 á einu bretti síðustu helgi og kom þannig heildarpilsafjölda fataskápsins enn nær öðrum tuginum.
Nú þarf ég bara að nenna að nota pils oftar og þá er ég í góðum málum!
já vantar bara herslumuninn, ekki nema örfáir kjólar enn til að geta opnað safn :DDDD Geturu ímyndað þér....."The Museum of Ösp´s dresses"
ÉG MÆTI ÞANGAÐ!!!!
EEEEEnnn er ekki kominn tími til að Imelda fari að víkja fyrir nýrri færslu :s
Skrifa ummæli