28.9.05

Þegar ég var 10 ára....

fór ég í klippingu og það var klippt stutt. Þetta var að hausti til og skólinn að byrja. Svo var haldið í Hagkaup (ekki það að ég muni það, finnst það bara líklegt:o) og ég fékk þennan líka rosa flotta gallajakka og bleika Converse skó, uppháa. Sem var eiginlega ekki mjög mikið ég því ég var nú ekki vön því að vilja stikka út úr, frekar svona falla inn í hópinn. En ég man að mér fannst ég bara nokkuð svöl. 'I löngu fímínútunum náði bekkurinn fótboltavelli og við skelltum okkur í fótboltaleik. Þarna var ég með stuttklippta hárið í bleiku converse skónum, þegar sæti strákurinn í 12 ára bekk kallaði inn á völlinn og beinti orðunum að mér: hey þú, ertu strákur eða stelpa?!.............

'Eg þarf nú varla að taka það fram að þetta eyðilagði fyrir mér daginn og næstu ca 15 ár, en þá þorði ég að láta klippa mig stutt aftur, nokkuð viss um að það yrði ekki ruglast á kynferði mínu.......................................................

Og svo í lokin, mikið er ég fegin að Davíð nokkur Oddson sé hættur í pólitík, var allveg búin að fá nóg af honum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohhhh elskan mín .... nú skal ég alveg hætta að segja þér hversu mikið ég ...jamm ég af öllum saknaði síða hársins þíns í þá daga. Úff áður en það fór fannst mér það flottasta hár sem ég hafði séð... kannski þess vegna sem hún Bergdís mín fær ekki að klippa sig fyrr en eftir fermingu úbbbbs.
Luv Maggan