27.9.05

6 tvíburameðgöngur


Þegar ég gékk með tvíburana mína hitti ég kunningjakonu mína sem sagði mér frá langömmu sinni sem hafði verið barnmörg kona, eignast 15 börn sem væri kannski ekki frásögu færandi nema hvað að 12 af 15 börnunum voru tvíburar! Já þið lásuð rétt, þessi kona hafði gengið í gegn um 6 tvíburameðgöngur. Ætli hún hafi hætt að vera hissa þegar 3, 4, 5, tvíburarnir litu dagsins ljós? 'I dag horfa aðrar mæður mæddar á mig og eiga fullt í fangi með sitt eina litla kríli og spyrja:hvernig ferðu að? Er´etta ekki miklu erfiðara en eitt...og.sv.fr.
Auðvitað er þetta svolítið erfitt þegar báðir garga í einu og maður er bara með einn faðm, en á móti fæ ég að upplifa tvöfaldan skammt af brosum, hlátri, gleði og kátínu...........

2 ummæli:

Hjördís sagði...

puff, 6 tvíburameðgöngur, það er ekkert...hehe, ekkert smá flott síðan hjá þér. Ætla að fylgjast með þér.

Kv.Hjördís

Nafnlaus sagði...

Veistu þetta er fallegt og svo þegar ég kem til þín nú eða þú til mín þá færðu þrefaldan skammt af þessu öllu :o)