1.11.05

'Eg veit ekki hvað það er...

en ég er að komast í allveg svakalegt jólaskap! Planið er að kíkja í Ikea á morgun og ég get varla beðið!! Það er náttúrulega ekki allveg í lagi;o) Heg reyndar alltaf verið mikið jólabarn, hér fá tildæmis allir í fjölskyldunni í skóinn á aðfangadag. Mjög gaman....

Kanski er það snjórinn og það að ég þreif hjá mér um daginn, hreint og fínt og snjór úti, kertaljós í gluggunum.....mmmmmm...

Þegar ég var 12 ára var ég í fyrsta skipti heima hjá mér á aðfangadag! Við vorum alltaf í þykkvabænum, eða upp á Skaga. Man að mér fannst hálf skrítið að vera heima. Hitt var svo skemmtilegt með frænkum og frændum og fullt af öðrum börnum. Enda núna þegar ég sjálf er komin með 3 börn verður eftirvæntingin til jólanna meiri. Þetta er svo mikil hátíð barnanna. Spennan sem kemur í litla krakkakroppa, vá hvað tíminn gat verið ótrúlega leeeeennnnngiiii að líða.....

núna er 1 nóvember og slatta langt í jólin, þannig séð, en ég held samt að ég fari bráðum að lauma jólalögum undir geislann og kannski maður prufi að baka piparkökuhús í fyrsta skipti með Degi Sölva, það gæti verið gaman.....

'Eg hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til.............


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég vil hengja upp allt IKEAgóssið strax og byrja að baka smákökur (og eina kókosköku) og skrifa jólakort og og og