
já klukkan er hálf ellefu og tveir litlir óþekktarormar sitja hjá mér í sófanum;o) Vanir að sofna kl átta, hálfníu og gefa foreldrunum kærkomið frí á kvöldin, en nei ekki í kvöld. Mömmunni finnst þetta dáldið fyndið og vildi deila þessu með ykkur...... Það er dáldið mál að vera bloggari, fyrst eftir að maður er búin að stofna bloggið koma ótal sögur upp í kollinn á manni sem maður vill deila með lesendunum en þegar frá líður kemur upp einskonar ritstífla eða writers block! Er í einni slíkri sem ég vona að hverfi fljótlega...... þangað til þá bið ég að heilsa...... |
2 ummæli:
Allt í góðu mín vegna ég bíð bara hin rólegasta þangað til andinn kemur yfir þig aftur
Ég held bara áfram að bíða róleg
Skrifa ummæli