26.2.06

Annað hvort....

er engin að lesa þetta blessaða blogg mitt, eða ég bara að skrifa svona uninterresting greinar sem engin kommentar á......þarf aðeins að velta þessu fyrir mér;o)

Jæja en allavega þá er sería 3, 3 diskur í dvd spilaranum, Carrie búin að hætta með Big og byrja aftur með honum og svo hætta með honum, byrja með Aiden, halda fram hjá honum með Big, hætta með þeim báðum.....og já greyið Charlotte búin að giftast manni með lint typpi...

Við skötuhjúin erum að horfa á þetta saman, jú semsagt er Dóri orðin Sex And The Sity væddur. Sem er dáldið skemmtilegt, þ.e.a.s að horfa á þessa mjög svo girly þætti með mjög svo miklum karmanni. Hann skilur ekkert í henni Carrie og hennar endalausa röfli, Big er allveg að meika sens fyrir honum....og já Aiden fer í hans fínustu, hann er allt og mússí mússí. Sem mér finnst reyndar dáldið líka svona þegar ég er að horfa á þættina í annað (stundum þriðja) sinn. Man að mér fannst hann meira æði síðast þegar ég horfði....

Og svo veltir maður því ósjálfrátt fyrir sér þegar maður horfir á þættina og lætur sig dreyma um fataskápin hennar Carrie, er það virkilega svona að vera einhleyp kona í NY city? Þórdís þú getur kannski commentað þá það!!? Þ.e.s.a ef þú ert en að lesa.........

Bolludagurinn á morgun, fór útí bakarí, keypti 2 risa extra súkkulaði sætrjómabollur....og ein og hálf endaði í ruslinu.....alldrei lærir maður af reynslunni.....

En er að spá í að elda saltkjöt og baunir á þriðjudaginn....mmmmmmmm...veit að það á ekki eftir að fara í ruslið;o)

Og svo er það Öskudagurinn. Fór að velta því fyrir mér, hvað varð um öskupokana sem maður nældi í fók í gamla daga? Er þetta grín allveg dottið upp fyrir? Og nammisníkjandi krakkalakkar komnir í staðinn......já svona er þetta víst, við erum ekki litla ameríka fyrir ekki neitt.


7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohh...rjómabollur!! Mamma er vön að baka á sunnudeginum fyrir Bolludag, en hún var að vinna í dag, þannig að maður þarf bara að bíða til morguns...
Svo er það nú saltkjötið hjá múttu á þriðjudaginn, mmmm...með því betra sem ég fæ!!! (með engri sósu...hahaha)

Knús knús

tvíburamamman um lífið og tilveruna sagði...

já, það má segja að þú sért dáldið heppin, mamma þín gerir enþá svona "óhollan" mat, ekki að ræða það að ég fari í saltkjöt og baunir hjá minni múttu.....held allavega ekki;o)

Nafnlaus sagði...

Það er víst eitthvað bilað hjá mér netið, ég kvartaði yfir bloggleysi í síðustu færslu og þú þá lööööngu búin að blogga. Mér til málsbóta þá var ég í vekfalli. Já verkfalli, það kvittaði enginn hjá mér þannig að....
Kossar núna, stutt í knús
K

Nafnlaus sagði...

Greinilegt að ég bý í örðu landi. Hér eru krakkar búnir að sauma öskupoka í massavís. Fá svo nammið sem er í tunnunni ásamt kettinum....
Sveitin, ekta íslenskt :o)

Nafnlaus sagði...

Ég les...er bara svo léleg að blogga. Væri sko alveg til í saltkjöt og baunir mmmmm en verð að láta mér nægja skinku og bjór...

Nafnlaus sagði...

Já sko, það má nú finna milliveginn hjá Big og Aidan en annars er Aidan skárri kosturinn, ætla ekki að tjá mig frekar að sinni um það....:)

Anyways, hér voru keyptar TILBÚNAR vatnsdeigsbollur og fylltar með karemellubúðing og FULLT af súkkulaði... fóru líka næstum allar í ruslið.+
Saltkjöt á morgun...ekkert lindarborgarsaltkjöt þó....ÆL

wellíwell,

síjúbeib Hjördís

tvíburamamman um lífið og tilveruna sagði...

oooooojjjjjjjjjjjjj! Var búin að gleyma þeim æluviðbjóði, en nú finn ég lyktina vel. 'Uffffff. Ætla að leggja mínar baunir í vatn, ekki soðið af kjötinu! Þvílíkur og annar eins vibbi....

Skinka og bjór, hljómar vel....allavega bjórinn;o)

Ooooo, en ótrúlega gaman að gömlu hefðirnar séu í hávegum hafðar þarna fyrir norðan.....á hjara veraldar.

og takk fyrir commentin! Gaman:o)