6.2.06

besta mynd allra tíma...

Við hjónaleysin erum búin að taka dvd síðustu tvö sunnudagskvöld. (video-ið er víst out) Fyrri myndin var hin gríðarleiðinlega Wedding Crassers. Díses, veit ekki hvort ég eigi að eyða stöfum í að lýsa henni. Held ég sleppi því....í gær var það svo hjónabands-sprengjan Mr and Mrs Jones. 'UFF!!! Þvílik ræpa. Klassíkt dæmi um mynd þar sem er verið að reyna að ég veit ekki gera hvað....Greyið Jennifer Aniston að þurfa að hugsa til þess að ÞESSI mynd leiddi til skilnaðar. Held ég sé hætt að taka svokallaðar Block Buster myndir, og er við það að missa trúna á Hollywood. Fór nebblega í bíó í síðustu viku á Pride and Prejudice, ágætis ræma en það sem fór með hana var hræðilega ósexý leikari í aðalkarlhlutverkinu...púff. Leikarinn sem lék Mr.Collins (minnir að hann hafi heitið það) bjargaði samt myndinni, ótrúlega frábær karakter. Já, held allavega að það sé langt þangað til að besta mynd allra tíma verði velt af stalli í bráð...sem er hin frábæra, yndislega Shawshank Redemcion.....og þið sem eruð ekki búin að sjá hana skellið ykkur á videoleguna ekki seinna en í gær, hlaupið fram hjá nýja viðbjóðnum og takið hana, eitt stykke klassík........Hver er annars ykkar klassík?

'Ur þessu í alllllllt annað....við erum nokkrar mömmur sem erum í sambandi og eigum það sameiginlegt að hafa allar eignast fyrirbura. Síðast þegar við hittumst vorum við 6 mömmur með 8 börn. Spjalliað var um krílin og ástæður fyrirburafæðinga. 5 af okkur 6 höfðum fengið, hvað á ég að segja "enn ein kellingin með móðursýki á meðgöngu" stimpilinn sem var til þess (kannski) að þessi börn litu dagsins ljós of snemma. Sem mér finnst dáldið áhugavert. Það hlýtur að vera ódýrara fyrir kerfið (sem er alltaf að reyna að spara) að hlusta á innsæi konu og hlusta og bregðast við, heldur en að þurfa aðvera með lítil veikburða börn á vökudeild í vikur og mánuði. Og svo vil ég líka nota tækifærið og koma því á framfæri að kona sem hefur farið í keiluskurð, vegna frumubreytinga í legi, er í aukinni áhættu að eignast fyrirbura. Þessar upplýsingar fær kona sem fer í slíka aðgerð ekki og er ekki undir auknu eftirliti, jebb svona er þetta skrítið kerfi. Frekar er lagt á konugreyið að missa jafnvel fóstur á miðri meðgöngu og þá er möguleiki að það verði fylgs betur með NÆST. Svo elsku þið sem lesið þetta, látið þetta endilega berast.

Shi$%&$%& Lost er byrjað....gara gó

Kveðja Ösp Sharing Popcorn







5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Voðalega mikið allt á hornunum núna slæmar dvd myndir, litlu skárri bíómyndir og enn verra heilbrigðiskerfi!!
En hét myndin ekki annars mr.&mrs. Smith eða er eitthvert djók í gangi sem sveitastúlka ekki skilur
Annars vona ég að Geisjumyndin verði enn í bíó þegar ég kem suður

tvíburamamman um lífið og tilveruna sagði...

þarna sérðu, hún var svo léleg að ég man ekki nafnið rétt....sussusvei

Nafnlaus sagði...

Oj já ég er svo sammála þér Ösp, það er svo mikið af lélegum myndum sem eru að koma út þessa dagana...þess vegna horfi ég bara á þessar gömlu góðu endalaust aftur og aftur..hehehe!! Shawshank einmitt ein af þeim...;o)

Nafnlaus sagði...

Djöfuls naglar eru þið! Ég ætlaði að segja Mary Poppins og Amelie.


Hildur softy

Nafnlaus sagði...

Heheheh ég segi bara Tarantino... Takk. Luv Magga nagli ;)
P.s takk fyrir pæjuhittinginn í dag rosalega gaman að sjá ykkur allar og huuu sorry Öspin mín gugnaði alveg á þessu með Kringluna.... Bíður einhver í að lána mér nokkrar klukkustundir ... vantar alveg orðið nokkrar upp á til að komast yfir allt hehehe.