16.7.06

þar sem ekkert sumar....

hefur borist á þetta blessaða sker, verð ég víst að slaufa sumarfríinu og byrja að blogga aftur. + það að ég á svo digga lesendur sem eru endalaust að bíða eftir meira skemmtiefni á þetta ótrúlega skemmtilega blogg:)

Er þunn í dag, já kjellingin ( en það er það sem ég er farin að kalla mig þegar 31 árs afmælið nálgast óðfluga)

Drakk fullt af vodka, smá epla siter (áfengan sko) og smá brennsa í kók í gær, reykti eins og kannski 3-4 sígós og útkoman var semsagt miður skemmtileg, mikil ógleði, allt og mikil ölvun, og já need i say more....

Var reyndar það skynsöm að ég reyndi að æla, sem heppnaðist ekki, er búin að komast að því að ég er alls ekki góður kandídat í búlemíu...
sem betur fer kannski...

Fór niður í bæ, dansaði á Barnum sem var ótrúlega gaman, hitti mann vinkonu minnar sem býr í Hollandi og panntaði gistingu´haustið 2007...
já ekki seinna vænna en að taka frá rúm;)

um 4 leitið fór sjálfvirkur ratari í gang sem leiðir mig í átt að heimili mínu, náði nú samt að stoppa í Hlöllaröðinni ( vá hvað Nonnabiti er miklu betri) og fá mér einn í gogginn svona rétt fyrir heimferðina í leigaranum....

fékk að sofa út sem er alltaf jákvætt eftir svona mikla drykkju og nokkur dansspor, já er bara farin að hlakka til næsta jamms......

og svo styttist ótrúlega hratt í helgarferð í London, baby yeah....

until later

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Veeeiiiii!! Komin aftur!!!!
Dagar mínir við tölvuna fá þá tilgang á ný!! Þarf endilega að eignast fleiri vinkonur sem blogga til að taka pressuna aðeins af ykkur Helgu.
Velkomin kjelling!
Hildur

tvíburamamman um lífið og tilveruna sagði...

hahahahaha...takk fyrir, það hlýjar gamalli kjellu að sjá að hún eigi dygga aðdáendur;)
Spurning með Möggu, það eru að verða um 7 mánuðir síðan hún bloggaði, eigum við að herja aðeins á hana....