'Uff! Þvílík gargandi snilld sem það er að fara að sjá Mugison og Pétur Ben +restina af bandinu, live.
Fór sem sagt í Hafnarfjarðarbíó þar sem útgáfutónleikar Mugison fóru fram, verst var að það voru sæti svo það var ekki hægt að tjútta almennilega. Þegar fyrsta lagið var tekið fór fóturinn sjálfráða að stappa í takt við þungan rokktaktinn, við erum að tala um allvöru rock and roll, konur og menn og þið sem ekki voruð þar í gær, vinsamlegast skelliði ykkur á Nasa í kvöld og fariði á eina flottustu tónleika sem þið eigið eftir að upplifa, ekki er verra að vera með 1500 kall í vasanum til að kaupa eitt eintak af Mugiboogie, áritaðan af stjörnum kvöldsins.
p.s Lísa myndavéladrottning á heiðurinn af myndum kvöldsins!Skál
11.11.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli