1.1.08

Gleðilegt nýtt ár!!

árið 2007 byrjaði ég aftur að vinna eftir langt og gott fæðingarorlof!
árið 2007 fór ég nokkrum sinnum til útlanda, Köben á árshátíð, New york með mínum heitelskaða og Finnlands með Degi Sölva og Heiðu! Verð að gera betur árið 2008, og byrjar það vel með miða uppá ferð til Köben!
árið 2007 sendi mig lengra inn í fertugsaldurinn. Já ekki verður maður yngri!

Heilt yfir allt hefur árið 2007 verið gott og skemmtilegt ár, hlakka ég til að hefja það nýja, 2008 með bros á vör,

um þetta leiti fyrir 10 árum kynntist ég þessum manni!

official day 8 feb. Dagurinn sem mér var hent út. Hehe

jæja elskur, óska öllum gleðilegt nýs árs og þakka gamalt og gott!

Skál

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár elsku vinkona. Hlakka til að hitta þig sem oftast á nýju ári. Aldrei að vita nema ég slæðist með í eina af þínum mörgu utanförum á nýju ári.