1.5.08

jæja...


þá er ég búin að ná mér úr lægðinni eftir að ferðirnar mínar 2 kláruðust og ekkert meir planað. Grát...

Bíð bara spennt eftir að einhver æstur vinur/vinir vilji fara að skipuleggja ferð, kannski yfir High Tea á Vox, hver veit?? Annars er nóg að gerast hjá mér næstu 3 helgar, gaman gaman. Opið hús á Lindarborg núna á laugardaginn og allir að sjálfsögðu velkomnir að skoða vinnustaðinn minn og mig með. Svo er High Tea hittingur þann 10 maí og í beinu framhaldi árshátíð Ísafoldarprentsmiðju, Lísa og Dísa vonandi tilbúnar að skvera dömuna??!!
Og svo er loksins komið að 30 afmæli á Hagamelnum, ekki leiðinlegt að fá svona nokkrar helgar i röð til að kíkja í gleði í sínu fína pússi enda verð ég að fara að nota e-ð að þessum blessuðu kjólum mínum sem ég er búin að vera að sanka að mér!!

En í annað, var að lesa Dýragarðsbörnin aftur, það vaknaði áhugi hjá mér að lesa hana efir að hafa verið í Berlín. Og við vorum semsagt bara in the middle, þar sem allt gerist í bókinni, verslunargatan fína sem hótelið okkar var við, var t.d. svokallaðia barnastrik þar sem heróínsjúkar stelpur á aldrinum 12-15 ára seldu sig fyrir skammtinum og skammt frá var svo Zoo lestarstöðin þar sem Cristiane F nældi sér í kúnna og sparautaði sig svo á klósettunum. Bók sem virkilega situr í manni og er ég búin að vera að googla aðeins. Er að velta því fyrir mér hvort maður eigi að eltast við að sjá myndina, einhver sem hefur séð hana??

Jæja úr eymdinni í gleðina, þið megið endilega koma með tillögu að bók fyrir mig að lesa, er í lestrarstuði!

3 ummæli:

Unknown sagði...

Mother Night eftir Kurt vonnegut!
Og My uncle oswald eftir Roald Dahl.
Og ég elskaði Hundrað ára einsemd eftir Gabríel Garcia Marques og gaf Dísu hana til að spread the joy og hún nærrri dó, henni fannst hún svo leiðinleg, svo kannski ég ætti ekki að mæla með henni við alla...
Sá Dýragarðsbörnin þegar ég var í pre gelgju og var svoldið traumaseruð eftir það. Hef haldið mig í léttmetinu síðan.

Nafnlaus sagði...

Vegahandbókin. Kipptu börnum og buru upp í bíl og það er aldrei að vita nema þú endir hér á hjaranum!!

Nafnlaus sagði...

ég hef aldrei lagt í að lesa dýragarðsbörnin, er þetta ekkert too much?
en ef þú ert fyrir svona frásögur dópista, þá mæli ég eindregið með A Million Little Pieces eftir James Frey, las hana fyrir 2 árum og man að ég var búin að tárast 3svar sinnum þegar 70 bls. voru búnar. Rosa átakanleg!

Svo verðuru eiginlega að fara lesa bækurnar hans Haruki Murakami, Norwegian Wood er best að mínu mati :)

kv. Valgerður á Lindarborg