29.9.05

samviska...

Fyrsta minningin um samviskubit er þegar ég er lítil og í heimsókn hjá ömmu og afa. 'Eg og Heiða frænka mín (Vona að ég sé ekki að ljúga neinu upp á þig!) fórum að skoða í lítilli bókabúð sem var við hliðina á ömmu og afa. Þarna sáum við frænkuskottin rosalega flottar rauðar flautur sem okkur langaði roooosalega mikið í og ákváðum að stinga þessum flottu flautum í vasana. Sem sagt stálum....Svo þegar við vorum komnar heim til ömmu og afa uppgvötuðum við okkur til mikils ama að auðvitað gátum við ekki flautað með flautunum okkar nýstolnu, því þá myndi fullorðna fólkið fatta þjófnaðin um leið. Nú voru góð ráð dýr. Við fórum inn í svefnherbergi, flautuðum ofurlátt í flauturnar (urðum að prufa) og settum þær svo inn í háælaða skó í skápnum hennar ömmu þar sem þær áttu að bíða betri tíma. Mig minnir að mér hafi bara verið nokkuð létt að skilja við þær þarna í skónum hjá ömmu, ég var nefnilega komin með samviskubit, þetta að stela átti ekki við mig..........

Nokkrum árum síðar fór ég í afmæli með vinkonu minni til bekkjarvinkonu hennar. þar sáum við vinkonurnar rosalega flott safn af barbí skóm sem afmælisbarnið átti. Þar sem við vorum svona barbí-vinkonur ákváðum við þegar allir krakkarnir voru samankomnir einhverstaðar annars staðar enn í herbergi stúlkunar að taka okkur nokkur skópör, hún átti svo mikið að hún myndi örugglega alldrei taka eftir því að það vantaði í safnið, ég valdi mér nokkra og vinkona mín líka og svo freistaðist hún til að taka eyrnalokka líka. Fljótlega eftir þjófnaðinn mikla ákváðum við að drífa okkur heim í barbí. Þegar heim til vinkonu minnar var komið var ég komin með svooo mikið samviskubit og mikin og stóran hnút í magann að ég gat alls ekki leikið mér með skóna, "gaf" henni mína og fór heim. Hún var hin ánægðasta, fékk allt þýfið. Saamviskan var ekki mikið að naga hana því hún gékk með eyrnalokkana stolnu og hafði litlar áhyggjur af að upp um málið myndi komast. Sem það gerði þegar bróðir afmælisbarnsins sá hana með eyrnalokkana. Við þurftum að setja barbí skóna í glæra samlokupoka og skila með skömm. Og svo var ég stimplaður höfuðpaur málsins þar sem ég var nú árinu eldri en vinkonan og afmælisbarnið og hlaut því að hafa átt upptökin.............

Eftir þetta freistaðist ég alldrei aftur til að stela, ég var búin að læra af reynslunni. (nema einu sinni á Glaumbar í miklu ölæði, en þá komumst við (nefni engin nöfn:o) inn í eldhús þegar feita konan í eldhúsinu fór að sækja glös fram í sal og tókum flösku, eða tvær.........

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, ég man sko eftir þessu. Rosalegt samviskubit. Mér leið eins og glæpamanni (sem og ég var) og þorði ekki inn í bókabúðina í langan tíma eftir þetta.