29.9.05

Tvær fæðingarsögur

Fyrir að verða 5 árum varð ég mamma, fæddi 16 marka dreng eftir fulla 40 vikna meðgöngu. Fullkominn lítill snáði...... eða hvað? Þegar barnalæknirinn kom morguninn eftir að hann fæddist til að skoða litla kraftaverkið kom í ljós að hann var ekki "fullkominn", greyjið litla var með óþroskaðar mjaðmaskálar svo að það var hægt að smella löppunum úr liðnum. Nýbakaða mamman stóð þarna með tárin í augunum og kökkin í hálsinum yfir þessum ósköpum og var því fegnust að nýbakaði pabbinn hafði rænu á að tala við læknirinn og fá upplýsingar um þetta grafalvarlega mál (eða svo fannst mér:o) Barnið þurfti að fara í spelkur a.s.a.p og vera í þeim næstu 8 vikur, mæta reglulega til bæklunarsérfræðings og svo var bara að vona það besta (sem allar líkur voru á)

8 vikum seinna fékk hann að fara í koddabuxur og nota þær í 7 vikur. Svo var tekin rönkenmynd og allt leit vel út, mjaðmaliðirnir orðnir eins og þeir eiga að sér að vera og allt í góðum gír....hjúkk! Barnið fína var orðið fullkomið:o)

Rúmum 4 árum síðar var ég orðin ólétt aftur og það af tvíburum! Rosa stuð og gaman. Meðgangan gékk eins og í sögu eins og síðast og mínar helstu áhyggjur voru þær að guttarnir myndu nú koma sér í höfuðstöðu fyrir mömmu sína svo hún myndi sleppa við keisara. En á 31 viku ákváðu guttarnir að skella sér í heiminn með látum, voru ekki búnir að verða að ósk mömmunar þannig að úr varð bráðakeisari, þarna lá ég allgjörlega dofin fyrir neðan brjóst í skjálftarkasti (sem getur fylgt keisara) Það blæddi ca 1 og 1/2 lítra af blóði áður en læknirinn náði þeim út, annar andaði sjálfur, hinn þurfti að fara í öndunarvél, þeir voru agnarsmáir og bjuggu á vökudeildinni í 6 vikur......og mamman var hin pollrólegasta yfir þessum ósköpum, fegin að þeir voru jú, eftir allt fullkomnir, hvernig sem allt færi.............

Ekkert mál= stórmál, stórmál= ekkert mál?!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ skvísí mín og gaman að sjá þig hér... færð umsvifalaust link á síðunni hjá mér ;) Úff hvað er erfitt að geta ekki fylgst jafn vel með litlu guttunum og Degi á sínum tíma.... þetta var alveg stórmál fyrir fleiri en þig elskan mín að sjá litla stubb í spelkum:( man hvað það var erfitt.. og gott að það fór allt vel. Verðum í bandi Maggan.

Nafnlaus sagði...

Við erum náttúrulega líka að tala um gríðarlega góð gen og mikla aðlögunarhæfni sem eru hér á ferð. Og svo þega þríburarnir koma þá, nei hahaha bara djók....