




móðir í hjáverkum
en þessi er nokkuð góður....(fyrir okkur gamla fólkið;o) Sjúkket maður, ég er orðin 30 ára. Fólk eldra en 30 ætti að vera dáið! (eða vorum við bara heppin?) Ég var að spjalla um daginn við vin minn um þá "gömlu góðu daga" og við komumst að því að fólk sem er eldra en 30 ára ætti í raun að vera dáið. Já, samkvæmt löggjöfum og skriffinnum nútímans ættu þau okkar sem voru börn á 5., 6., 7. og fyrrihluta 8. áratuga síðustu aldar ekki að hafa lifað af. HVERS VEGNA VAR ÞESSI NIÐURSTAÐA OKKAR SVONA? - Jú, barnarúmin okkar voru máluð með blýmálningu. - Það var engin barnalæsing á lyfjaglösum, hurðum eða skápum og þegar við hjóluðum notaði ekkert okkar hjálm. - Sem börn sátum við í bílum án öryggisbeltis >og/eða púða. Að fá far á vörubílspalli eða "teika" var sérlega gaman. - Við borðuðum brauð með smjöri, drukkum gos með sykri, en fæst okkar voru of feit, því við vorum alltaf úti að leika, við deildum gjarnan gosflösku með öðrum og allir drukku úr sömu flöskunni án þess að nokkur létist. -Við vörðum löngum stundum í að byggja kassabíl úr dóti og drasli og þutum á honum niður brekkuna, bara til að uppgötva að við höfðum gleymt bremsunum. Eftir nokkrar veltur lærðum við að leysa vandamálið. -Við forum að heiman snemma á morgnanna til að leika okkur allan daginn og komum aftur heim í kvöldmat Enginn hafði möguleika á því að ná í okkur yfir daginn. -Engir farsímar. Ha, engir farsímar? Óhugsandi! Sumir áttu litlar talstöðvar sem var flott að eiga! -Við áttum ekki Playstation, Nintento 64, X-box, enga tölvuleiki, ekki fjölmargar rásir í sjónvarpinu, ekki video, ekki gervihnattasjónvarp, ekki heimabíó, farsíma, heimilistölvu eða spjallrásir á Internetinu. -Við eignuðumst vini! Við fórum bara út og fundum þá. -Við duttum í skurði, skárum okkur, fótbrotnuðum, brutum tennur, en enginn var kærður fyrir þessi óhöpp. Þetta voru jú óhöpp. Það var ekki hægt að kenna neinum um nema okkur sjálfum. Manstu eftir óhappi? -Við slógumst, urðum blá og marin og lærðum að komast yfir það. -Við lékum okkur í nýbyggingum, fundum upp leiki með naglaspýtum og drasli og átum Maðka og reyktum njóla. Þrátt fyrir aðvaranir voru það ekki mörg augu sem duttu út og ekki lifðu maðkarnir inni í okkur til eilífðar og margir gáfust upp á fyrsta njólanum! -Við hjóluðum eða gengum hvert til annars, bönkuðum á dyrnar, gengum inn og létum eins og heima hjá okkur. -Við lékum okkur úti eftir kvöldmat, fórum í fallin spýta, eina krónu, eltingaleik eða feluleik, svo ekki sé minnst á löggu og bófa. Svo þegar aldurinn sagði til sín fórum við í kossaleik og eignuðumst kærustu/kærasta. -Það þurfti engar félagsmiðstöðvar eða neina til að stjórna okkur - Við stjórnuðum okkur sjálf. -Sumir nemendur voru ekki eins glúrnir og aðrir, þeir lentu í tossabekk. Hræðilegt.... En þeir lifðu af. -Engin vissi hvað Rídalín var og engin bruddi pillur sem barn. -Það var farið í þrjúbíó á sunnudögum með popp með sér og kakó á Lybbís-flösku, og Andrés Önd var á dönsku, sem hefur hjálpað mörgum námsmanninum í að fóta sig í norðurlandamálunum seinna meir. -Við fórum í sunnudagsskóla eða sóttum KFUM og K, sungum og vorum í Skátunum og lærðum hnúta og kurteisi.! -Ef það sprakk á hjólinu lagfærðum við það í sameiningu og alveg sjálf. -Morgunkornið okkar var m.a. TRIX morgunkorn, og við lifðum af litarefnið í því... OG AFLEIÐINGIN ER ÞESSI! Síðustu 50 ár hafa verið sprengja nýsköpunar og nýrra hugmynda. Við áttum frelsi, sigra ósigra og ábyrgð og við lærðum að takast á við það allt saman. Við sem ólumst upp áður en löggjafi og stjórnvöld settu lög og reglur um líf okkar sem þeir segja að sé okkur sjálfum fyrir bestu?. Þessi kynslóð hefur alið af sér fólk sem er tilbúið að taka áhættu, er lunkið að leysa vandamál og bestu fjárfestar nokkru sinni. Við áttum bara gott líf er það ekki? |
...í aldana skaut, og það alldeilis ár! Bætti ekki einu heldur tveimur börnum í heiminn. Tel það til afreka minna! Gerði dauða leit að rauðum spariskóm, og ætla að gera það að mínu mission-i að finna þá á árinu sem var að ganga í garð:o) Hef ákveðið að reyna ekki við að eiga íslending nr 300.000, tel 3 börn vera nóg.......í bili;o) Kannski að Bjössi og Hanna komist nærri því markmiði, eða jafnvel eignist íslending nr. 300.000. Dáldið spennó. Stelpur mínar (hittingsstelpurnar góðu!) Þar sem var svo agalega gaman hjá okkur þann 29. des (eins og alltaf) þá sting ég upp á að í 4 -5 laugardagshittingi þá færum við hann á kvölddagskrá, hittumst, punntum okkur, klæðum okkur í okkar fínasta (eða bara e-ð fínt) og fáum okkur hvítvín, eða/og eldum kannski saman.....hvað segiði um það, veit að það eru nokkrir nokkuð góðir kokkar í hópnum..... Verð semsagt 30 og eitthvað á þessu ári. Það er e-ð við það að verða 30. Allavega hjá öllum sem ég þekki, það líta allir svo vel út og aldurinn (sem er nú ekki beint hár, enn...) fer fólki vel. Þannig að þetta er bara spennandi. Var að lesa á blogginu hennar Helgu um nágranna-karmað, úff ekki mjög spennandi. Einu sinni lennti ég í svona leiðinlegri lífsreynslu þá á Vitastígnum. Var semsagt ein heima, með Dag lítinn. Byrjar e-r að hamast á hurðinni niðri sem var alls ekki mjög traust. Sem betur fer var nágranni minn og rómantíker hann Bragi Guðmunds (á Bylgjunni!) heima og stoppaði þessa rugluðu og blindfullu konu sem var allveg viss um að hún ætti íbúðina okkar. Veit ekki hvað ég hefði gert ef hún hefði komist í íbúðina "sína". hehe, hægt að hlæja smá að þessu núna en mér var sko alls ekki skemmt þegar hún var niðri í stigagangi.... En elsku þið fáu hræður sem lesa þetta blaður mitt, gleðilegt nýtt ár og megi það nýja vera ykkur gott og gæfuríkt. Takk fyrir gamlar og góðar stundir, kveðja Ösp |