22.1.06

Besta súkkulaðikaka í heimi og...

skemmtilegt jamm.

Byrjum á kökunni:200 gr súðusúkkulaði
200 gr smjör/smjörvi
400 gr sykur
4 egg
100 gr hnetur eða möndlur eða bland (saxaðar)
100 gr hveiti

Súkkulaði og smjör brætt saman í potti, á meðan það er að kólna er eggjum og sykri þeytt vel saman. Svo er súkkulaðinu bætt út í með sleif, einnig möndlunum og hveitinu, hellt í form, bakað við 180 gr í óákveðin tíma, gott að hafa álpappír yfir forminu og byrja að fylgast með eftir ca 40 mín, ég hafði mína inni í ofni í rúman kltíma........svo er hægt að sáldra smá flórsykri yfir hana þegar hún er komin á kökudisk, ótrúlega góð volg, með rjóma og ískaldri mjólk.....namm, namm.....

...og jamm var það! Svaka stuð sem endaði seint og um síðir. Mikið hlegið og mikið tekið af myndum hjá Lísu skvís, enda pæjuhópur dauðans á ferð....eða kannski nokkrir ellismellir að mynda síðustu góðárin sem sífellt verða færri.....h hmmmm;o) Svo var haldið niður í bæ í slyddu og roki (en ekki hvað) og endað inná Vegamótum þar sem við tók dunandi dans. Verð að viðurkenna það að ég fer greynilega sjaldan á jammið þar sem ég var í bandi við Geira Slææ (litla bró) og hann smsaði er á Hverfis...og ég svaraði: ég líka! Ekki allveg með nöfnin á blessuðum hnakkastöðunum á hreinu, en hvað um það eftir dansinn mikla dró ég stúlkukindurnar á Hverfisbarin í von um að sjá Fasmó berja e-n frægan og hitta litla bró. Strípur, brúnkukrem og blásið hár er allveg málið á þessum frábæra stað og já nokkrir Herra gaggóar allveg að gera sig þarna. Stuð að eilífu! Jeah. Svo var klukkan allt í einu orðin allt of margt og tími til að haska sér heim í blindbil og kulda. Já það sem ekki er lagt á sig í henni sódómu Reykjavík. Fengum leigara upp við Hallgrímskirkju eftir að hafa skakklappast upp skólavörðustíg (já glæsileikinn eitthvað að víkja fyrir þreyttum fótum, vindblásnu hári og grílukert á nefi.) Skreið upp í rúm allt of seint, hugsaði með mér: hvers vegna drakk ég svona mikið, sofnaði og vaknaði allt og snemma....úff, en mikið hlakkar mig til næst......og þangað til, takk fyrir kvöldið girls;o)
Ghetto Fab










5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohhhh jamm hvað var rosalega gaman. Híhíhí, næst lofa ég sjálfri mér því að týna ykkur ekki svona snemma og ég skal heldur aldrei aftur sofa út í bíl um miðjan janúar úbbbbs. Takkkkk fyrir frábært kvöld stelpur.
Luv úr sveitinni M.
Hmmm eru ekki tvær helgar í næsta hádegishitting?

tvíburamamman um lífið og tilveruna sagði...

vúbbbs! hvað varstu að gera útí bíl manneskja, hringja í okkur næst, manstu GSM!!

Nafnlaus sagði...

Möggu hefur verið kalt á bossanum í þessum stutta pilsgopa sem hún var í!!
Vonum að einhver hafi getað hlýjað henni!!
Er búin að prófa kökuna, jammmmm.
Er svoldið svipuð köku sem ég geri stundum með ristuðum furuhnetum, kahlúa og espressó í. nammm....
Já er ekki hittingur 11 febrúar?
Bæjó spæjó
Hildur

tvíburamamman um lífið og tilveruna sagði...

jamm, bakaðirðu hana lengi? Lengur en ég þar að segja....og svo býð ég spennt eftir kjúllauppskriftinni........

Nafnlaus sagði...

Neibb, bara 40 mínútur, en ég átti ekki álpappir yfir,svo hún bakaðist fyrr.
Og kjúklingurinn: Fyrir 4.
4 kjúklingabringur barðar létt eða skornar í bita, settar í marineringu í svona 1 klst. sem er:
2 msk olía
2 msk sítrónusafi
2 tsk kummin (ekki kúmín)
2 tsk oregano (nota sjálf timian)
pipar

Svo er kjúklinguinn steiktur á pönnu og borinn fram með tómatmaukinu:´
1 dós niðursoðnir tómatar, saxaðir
2-3 vorlaukar saxaðir
2-3 msk balsamedik
soðið saman í potti við vægan hita þar til maukast saman í sósu.
Nammigott...
vi ses
Hildur