3.1.06

þá árið er liðið...

...í aldana skaut, og það alldeilis ár! Bætti ekki einu heldur tveimur börnum í heiminn. Tel það til afreka minna! Gerði dauða leit að rauðum spariskóm, og ætla að gera það að mínu mission-i að finna þá á árinu sem var að ganga í garð:o)

Hef ákveðið að reyna ekki við að eiga íslending nr 300.000, tel 3 börn vera nóg.......í bili;o)
Kannski að Bjössi og Hanna komist nærri því markmiði, eða jafnvel eignist íslending nr. 300.000. Dáldið spennó.

Stelpur mínar (hittingsstelpurnar góðu!) Þar sem var svo agalega gaman hjá okkur þann 29. des (eins og alltaf) þá sting ég upp á að í 4 -5 laugardagshittingi þá færum við hann á kvölddagskrá, hittumst, punntum okkur, klæðum okkur í okkar fínasta (eða bara e-ð fínt) og fáum okkur hvítvín, eða/og eldum kannski saman.....hvað segiði um það, veit að það eru nokkrir nokkuð góðir kokkar í hópnum.....

Verð semsagt 30 og eitthvað á þessu ári. Það er e-ð við það að verða 30. Allavega hjá öllum sem ég þekki, það líta allir svo vel út og aldurinn (sem er nú ekki beint hár, enn...) fer fólki vel. Þannig að þetta er bara spennandi.

Var að lesa á blogginu hennar Helgu um nágranna-karmað, úff ekki mjög spennandi. Einu sinni lennti ég í svona leiðinlegri lífsreynslu þá á Vitastígnum. Var semsagt ein heima, með Dag lítinn. Byrjar e-r að hamast á hurðinni niðri sem var alls ekki mjög traust. Sem betur fer var nágranni minn og rómantíker hann Bragi Guðmunds (á Bylgjunni!) heima og stoppaði þessa rugluðu og blindfullu konu sem var allveg viss um að hún ætti íbúðina okkar. Veit ekki hvað ég hefði gert ef hún hefði komist í íbúðina "sína". hehe, hægt að hlæja smá að þessu núna en mér var sko alls ekki skemmt þegar hún var niðri í stigagangi....

En elsku þið fáu hræður sem lesa þetta blaður mitt, gleðilegt nýtt ár og megi það nýja vera ykkur gott og gæfuríkt.

Takk fyrir gamlar og góðar stundir, kveðja Ösp

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt nýtt ár elsku frænka! Takk fyrir öll gömlu.
Kv.Ása

tvíburamamman um lífið og tilveruna sagði...

sömuleiðs, frænka góð...gaman að hitta ykkur öll í boðinu, ætli við hittumst næst eftir ár..? Eða kannski bara að stefna á frænkukvöld, held að síðasta hafi verið fyrir 4 árum!!!!!

Nafnlaus sagði...

Mér líst meira en lítið vel á hugmyndina skvísí mín.... smá jamm og góður matur væri vel þegin tilbreyting svona á nokkra mánaða fresti hehehe. Jamm og gleðilegt árið... takk fyrir öll þau gömlu elskan mín.
Luv úr sveitinni Maggan
Ps. Ef ferð er fyrirhuguð á útsölur í næstu viku þá endilega vera í bandi þar sem ég verð í borg óttans fyrstu fjóra daga vikunnar... skóli skóli skóli ví ;)

Nafnlaus sagði...

Hæbb, jú ég er sko alveg til í frænkukvöld, alveg löngu kominn tími á það finnst mér!! Ég skal tala við systu um þetta líka, spurning bara hver vill taka að sér að bjóða heim. Ég get það víst ekki...kæmumst aldrei allar fyrir..hehe
Verðum í bandi með þetta!!