25.5.06

T.V. moment ársins!...

Já góðir lesendur, ég vona svo sannarlega að þið hafið ekki misst af ungfrú 'Island í gær, þvílík snilld. Þessar aumingja stúlkur sem voru þarna að dilla sér frekar ekki í takt á hræðilega ljótu og eightís sviði sem minnti á á tali hjá Hemma Gunn. Næst best fannst mér þegar þær stigu á stokk í bikiní með hvítar slæður yfir rassinn, hvað var það?

En ekkert toppaði það þegar Miss World, ungfrú Unnur Birna, hélt lofræðu um sjálfan sig og hennar ótrúlega árangur á sviði fegurðar, og svo steig hún af sviðinu og kassbúmmmm!! fleytti kjellingar á gólfinu, kórónan, demantskreytta skall í gólfið....úff kjánahrollur dauðans og hláturskast í kjölfarið, ég er enn að flissa þegar ég skrifa þetta....ojjj hvað ég er vond, en þetta var bara einstaklega fyndið, shit án efa T.V moment ársins...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bwahahahahahaaa ég grenja bara, ertu ekki að grína, hrundi daman á hausinn bwahahahahahahaaaaaa.
Annars finnst mér ferlega ljótt af þér að ræða um sjónvarpsdagskrá sem næst ekki á hjaranum, sérstaklega ekki ef ég missi af einhverju hressandi:o(

Nafnlaus sagði...

Sjitt Ösp, ég er enn að hlæja upphátt þegar ég hugsa um þetta! Kjánarhrollur fékk nýja merkingu fyrir mér:D
Vala

Nafnlaus sagði...

En varla ertu enn að hlæja????
Er kannski ekki sanngjarnt að setja kröfur um endalaust uppdeit á skemmtiefni hjá konu með tvíbura?? Og kemur það úr hörðuðstu átt frá konu, já segi og skrifa: konu sem myndi myndi láta mögguna okkar líta út eins og Betu rokk ofurblogger.