3.5.06

aftur til fortíðar...

fyrir tæpu ári síðan var ég ólétt, af tvíburum, var að hætta að vinna, og átti rúma 2 mánuði eftir af meðgöngunni.
Mikið rosalega var gott að hætta að vinna, ég var allveg búin með alla orku og aðeins meira en það.
'Eg fékk að setja lappirnar upp í loft og taka lífinu með ró í 2 vikur....
Þá fékk ég verki
'Eg hringdi upp á spítala og fór uppeftir
Konan sem tók á móti mér talaði við mig eins og ég væri ekki allveg í lagi....
ertu ekki bara með þrýsting...ég var með hríðar....hún sagði ertu ekki bara með þrýsting og brosti þjálfaða ljósmæðrabrosinu sínu og hugsaði enn ein með móðursýki
Sendi mig heim.
'Eg svaf illa
Og verkirnir urðu verri, og ég taldi mér trú um að þetta væri nú ekkert...
Skellti mér af stað og verslaði vagn.....með hríðar
Kom til ljósmóðurinnar minnar rétt fyrir 2, átti tíma kl 2 og beið út í bíl....á meðan ég fann spörk lengst niðrí....
Spjallaði við hana og hún lét lækni kíkja á mig, sem fann fyrir fæti bunga niður....
Sjúkrabíll
Sterasprauta
Hríðarstillandi
Dóri fór að fá sér að borða, og hjartslátturinn á tvíbura b fór að taka dýfur
Keisari ákveðinn um átta, ég hringdi í Dóra sem hennti heilum nonnabita i ruslið
'Eg var stunginn í bakið, oft, gékk eitthvað illa að setja inn hrossanálina, mæli ekki með mænudeifingu...(þoli ekki þegar óléttar konur segja: æ vona að ég geti farið í keisara...þori ekki að fæða það er svo vont...)
Dóri kom inn, allt í blóði, og svo var skorið, ég missti ca 1 og 1/2 Líter af blóði áður en legið var opnað....
Svo var tvíburi A rifinn út og hann gétt eins og lítill kettlingur, og ég grét, einni mínútu síðar var tvíburi B fæddur, minnir að hann hafi ekki grátið
'Eg fékk að sjá þá og hugsaði þegar ég sá Viktor, afi Nonni
Svo fékk ég skjálftan, hríðskalf á skurðarborðinu á meðan vökudeidarlæknarnir sáu um börnin mín...
í kassa...
'Eg fékk að sjá þá ca 3 tímum seinna, þá var rúminu mínu rúllað inn á vöku og þarna voru þeir..
pínkulitlir, og sætastir, annar í öndunarvél og hinn ekki, allgjörar hetjur, sem áttu heima í 6 vikur á vöku, úff....mjaltarvélin, vona að ég þurfi aldrei aftur að nota það tæki aftur...en notaði hana samt í 2 mánuði, á 3 tíma fresti...nema á nóttunni þá svaf ég í 6 tíma og vaknaði...oft með stíflur í brjóstunum...

það var vont

og nú er árið að líða, afmælisveilsa framundan hjá litlu prinsunum sem elska cherioos og epli, sem elska að fara í bað og busla, sem elska að klína sér á mömmu sína, sem geta orðið ótrúlega frekir, held að Brynjar hafi fengið vinnu-skapið hans Dóra...

afsakið stafsetningavillur, nenni ekki að lesa yfir þetta...vona að þetta sé ekki of þungur pistill...

en svona var þetta bara

kveð að sinni, í bili og allt það ætla að fara í kapal í nýja símanum mínum....

segi brandara næst...lofa

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá, hvað þetta er fljótt að líða en samt eitthvað svo langt í burtu :o) Alveg búin að gleyma hvað þeir voru ofsalega litlir.
Man hvað mér var létt þegar ég heyrði í þér þarna um nóttina og allt leit vel út. Og dáðist að því hvað þú varst sterk í gegnum þetta allt saman. Já, vá !! :o)

tvíburamamman um lífið og tilveruna sagði...

hehe smá dramakast í gær, en já vá hvað þetta er e-ð langt síðan....

Nafnlaus sagði...

sýnir bara að mömmur vita allt, ekkert flóknara. Hlakka til að grilla pylsur í sveitinni á ammælisdaginn sonna fyrst við getum ekki verið á staðnum, með í anda...

ps. ótrúlegt að þessir agnarsmáu ungar skuli nú valsa um rífandi og tætandi en tæm flæs....

Nafnlaus sagði...

Já það er rétt þetta með að mamman viti betur... það fór að leka legvatn hjá vinkonu minni mörgum dögum áður en hún átti og hún fór 3-4 sinnum upp á spítala en alltaf send heim með þá skýringu að hún væri bara að pissa!!! En auðvitað kom svo í ljós að það var ekkert legvatn orðið eftir og stelpan löngu búin að kúka í það.

Sóldís María átti einmitt að vera stóra frænka strákanna. Ég var sett á undan þér einmitt. Svo fór ég næstum 2 vikur fram yfir og þeir urðu stóru frændur, næstum alveg 2 mánuðum eldri!
Hlökkum til að sjá ykkur í afmælinu, ekkert lítið ánægð að komast ;)
Knús frá Solbakken

tvíburamamman um lífið og tilveruna sagði...

já spáðu í því, dáldið skondið..litlu frændurnir urðu bara stóru frændur, er líka ýkt æanægð að fá flokkinn frá Köben til landsins!

og Kolla alltaf með í anda, ánægð með það! Vonandi verða pulsurnar góðar!

Nafnlaus sagði...

Flottur pistill og OMG hvað hann rifjar upp margar minningar.
Til hamingju með guttana, ég man enn þegar að Kolla sagði mér frá því að þú værir búin að eiga svona löngu fyrir tímann
Knús frá okkur

Véfrétt sagði...

Var búin að frétta af þessu dramatíska bloggi og plana að lesa það í nokkrar vikur... komst fyrst í það nú.
Ályktun 1: Þú ert hetja, Ösp.
Ályktun 2: Landspítalinn sökkar!
Smá ábending (/áróður) fyrir ykkur sem viljið láta taka mark á ykkur þegar þið eruð með hríðar: Það eru 40 mínútur frá Reykjavík til Keflavíkur, en þaðan er maður allavega ekki sendur öfugur aftur heim... ;)