20.10.07

djöfull eru íslendingar steiktir

ákvað að keyra fram hjá Smáranum áðan um 11 þar sem ég bý nú nánast með hann í garðinum. Ætlaði að athuga hvort ég gæti laumast inn og keypt eins og einn til tvo legókassa á hálfvirði...

Nei þarna var fólk að bera út hálfa verslunina í nokkrum innkaupakerrum, röð í kring um húsið, heilu famelíurnar að bíða með smábörn á arminum í von um að legóið mundi ekki klárast á fyrsta hálftímanum...

varst þú í geðveikinni??

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Neibb var ekki þar og miðað við fyrri stórverlsannaopnanir hér á landi þá var ekki séns að ég hefði verið þar þótt ég væri sunnan heiða. tími minn selst dýrar en svo að ég nenni að hanga í heví röðum til þess að kaupa minna dýrt dót en venjulega.

En ég hlakka rosa til að fara með þér þegar ég kem þrátt fyrir að mín bíði væntanlega galtóm búð, gæti orðið gott hjólastólarallý...
Og við förum þá bara í jólalandið IKEA í staðin :o)

Nafnlaus sagði...

Hefði ekki farið þótt mig hefði bráðvantað legó!!
Fólk er fífl, alltaf að sannast betur og betur...
Er Daggi besta tilnefningin um sex í pólítík???

grojbalav sagði...

Ég elska ísland. Elska líka að vera ein af þeim. Fjölskyldurúntur í toys"n"bus og kaupa legó og platmat. Tók bara 4 tíma með röð í búðinni og crankí busdriver.

Nafnlaus sagði...

Fjúff maður, hætti mér ekki einu sinni í smáralindina...geymdi Ikea í fyrra í tvo mánuði, ætli ég geymi ekki bara ToysRus fram yfir jólin... enda fer ég náttla til köben í lok nóv og versla jólagjafirnar bara það ;);););););=L)

Nafnlaus sagði...

Djöfull langar mig til Köben.

Nafnlaus sagði...

mig líka. Við ættum bara að skella okkur saman í júlefrúkost og HM Kolla, svo væri fyndið að sjá okkur hittast í vélinni í fyrsta sinn...

Nafnlaus sagði...

já góð hugmynd, mig langar líka til Köben!

Nafnlaus sagði...

Við erum svo móðins Hildur að við þurfum ekkert að þekkjast í sjón, netið nægir okkur alveg. Trýnið á þér væri samt engin fyrirstaða fyrir köbenferð...

Nafnlaus sagði...

En væri ekki erfitt að fara saman til köben á netinu?? Annars er ég ekki nógu tæknivædd til að vita svonalagað.
Er þessi nafnlausa ekki ösp??
Hver bauð henni? Kann hún sér ekki hóf, nýlent og með sífellda flugþynnku!!

Nafnlaus sagði...

Við bjóðum henni ekki með í cyberferðina okkar hildur!!!

Annars er sveitanetið nánast handsnúið svo ég held bara að ég taki köben upp á gamla mátann og hitti þig við tjékk-inn borðið á leifstöð (verð með heimagert spjald með nafninu þínu).

Unknown sagði...

Hlakka til!

Nafnlaus sagði...

Þú ert nú varla enn að velta íslenskum fíflagangi fyrir þér Ösp?
Nýtt stöff og það strax. Veistu ekki að ég er í orlofi í sveit Á FOKKING HJARA VERALDAR. Hugsa um smáfuglana takk.

Nafnlaus sagði...

Segðu... Hún fór nú í bíó í gær, og mér finnst að hún ætti að miðla aðeins til lesenda um það, og t.d stórkostlegan félagskapinn sem hún var í...
Væri líka til í að fá annað hönk á skjáinn. Dagur er ekki svona sætur þótt hann sé læknir og svoleiðis.