16.12.05

jólakjóll....


jæja ágætu lesendur nær og fjær, ég fór semsagt í bæinn í gær það sem ég hafði fengið ábendingu frá henni Hildi um rauða skó í Rokk og Rósum. Sá eina mjög sæta en hefði ekki treyst mér að labba á þeim fleiri en 2 skref ef ég hefði náð því, slíkur var pinnahællinn. En auðvitað álpaðist ég inn í kjólaskotið og þar eru sko margir skemmtilega glamúr kjólar og auðvitað fann ég einn slíkan sem var eins og sniðin á mig úr blúndum og pallíettum!!! Hljómar vel ekki satt. Þannig að núna er ég að spá í kjól fyrir jólin í staðin fyrir ófáanlegu rauðu spariskónna, þeir bíða betri tíma.....en best að skella sér í bæinn og máta aftur áður en endanleg ákvörðun verður tekin.......

Sem ég held að verði kaupa, kaupa, kaupa!!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Líst vel á það. Í kjólinn fyrir jólin er gott mottó