12.12.05

leitin að rauðu skónum....


já mér LANGAR í rauða spariskó. Það er mynd af hinum fullkomnu rauðu spariskóm í huga mínum sem vill ekki fara. Þannig að ég fór og hóf leitina miklu. Var sko allveg til í að láta aðeins undan kröfunum, þeir mættu vera pínu öðruvísi en draumaskórnir.....en nei það eru ekki til rauðir skór á 'Islandi!! 'Eg er semsagt búin að fara í KringlunaSmáralindinaLaugarveginn......og púhúhú það hafa engir skór fundist í fallegum rauðum lit, ekki einu sinni í ljótum rauðum lit...þannig að nú auglýsi ég eftir RAUÐUM spariskóm, ef þið sjáið RAUÐA spariskó, látiði mig endilega vita!!

Það styttist í jólin og rjúpurnar komnar í hús!! 'IHA :o) Já vinur hans Geira er svo góðhjartaður að hann lætur fjölskylduna rjúpusjúku fá 12 stykki af guðdómlegum rjúpum á ekki neitt!! Þvílík góðmenska. Annan en rjúpurnar sem mér buðust á 3000 kr stk, já ég endurtek 3000 stykkið! Er fólk ekki allveg allt í lagi?? 'Eg held bara ekki.....

'Otrúlega skondið með sokkabuxur á stráka. Það er í fyrsta lagi ekki auðvelt að finna þær í búðum, náttúrulega endalaust af bleikum og rauðum eins og bara stelpur séu í sokkabuxum. Svo rakst ég á 3 pör saman á 999 kr sem er mjög gott verð, og í þokkabót voru þær bara ansi smekklegar og góðar. 'Eg semsagt keypti síðasta pakkan á reykjavíkursvæðinu! Fullt til af bleiku sokkabuxunum, en bláu og grænu, uppseldar í öllum rúmfatalagersbúðunum!! 'Eg held bara að fleiri strákamömmur hafi uppgvötvað þær...........

Búin að setja jólaseríur í gluggana í stofunni, og nenni ekki að gera meir, hvað er að jólastelpan e-ð að klikka.......jæja best að skella sér bara í þetta af hörku, koma svo......

þangað til næst, kveðja Ösp rauðuskósjúka

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Held það sé hægt að kaupa leðurlit í öllum litum í Hvítlist, kannski kaupa hvíta og lita þá!!
Kveðja
Hildur

Nafnlaus sagði...

Ég á eina rauða. Tími bara ekki að láta þá, sorry en þú mátt fá þá lánaða múhahahahaha

tvíburamamman um lífið og tilveruna sagði...

já spurning hvort að maður prufi leðurlitinn....er að verða desperat!! Og Kolla ég vil háhælaða pæjuspariskó, ekki sæta og rómantíska brúðkaupsskó.....

Familia Santos sagði...

lenti í þessu sama, í leit að rauðum spariskóm og komst að því að þeir eru hreinlega ekki til hér. Ég átti erfitt með að sætta mig við það en á endanum fór ég og keypti mér bara næsta lit í miklu uppáhaldi sem er fjólublátt og er bara ágætlega sátt við það. En ef þú finnur rauða þá verðuru að láta mig vita.....

Nafnlaus sagði...

Hmmm, sá rauða háhælaða leðurskó á Topshop síðunni á rétt um 4000 krónur, ef þeir fást ekki hér gætu þeir kannski pantað þá fyrir þig?
Svo get ég látið senda þá hingað heim ef þú þorir að panta þá að utan!!
Nú hætti ég ekki fyrr en ég finn rauða skó á þig!
Hildur

tvíburamamman um lífið og tilveruna sagði...

hehe þetta er orðið mission hjá mörgum!! það er gaman.....