4.12.05

Geðveikin er byrjuð!

Já fór semsagt í Kringluna og Smáralindina í dag með Dóra og geðveikin er byrjuð, það voru semsagt ALLIR í Kringlunni og þeir sem ekki voru þar, ekki margir en nógu margir til að fylla Smáralindina voru þar! 'Uff, mikið er ég fegin að vera heima í orlofi og haft möguleika á að fara á mánudagsmorgni kl 10:00 og verslað jólagjafir. Sem er reyndar mjög ólíklegt þar sem ég vakna oftast nær 11;O)....

Litlu peyjarnir eru farnir að sýna takta um mannafælni og eru sko ekki til í að vera hjá hverjum sem er, ekki einu sinni aðalpassaranum henni ömmu 'Aslaugu, og ekki lýst mér nú vel á það!

Var að velta því fyrir mér hvort það sé ekki öruggt mál að kaupmenn hér í bæ smyrji svolitlu auka verði á vörurnar sínar svona í tilefni jólanna....allavega blöskrar manni hvað litlir og ómerkilegir hlutir geta kostað mikið....

Amman kom í hús í dag, sendi forleldrana út (sem enduðu í Kringlunni og Smáralindinni) bakaði piparkökur með Degi Sölva með einni og passaði vælukjóana (ljótt af mér að segja svona!!) með hinni, semsagt súperamma:o)

Hvað er málið með fólk í Hollywood, nú er semsagt Brad að fara að ættleiða börnin hennar Angelíu....hvað er korter síðan hann skildi.... mikið vona ég barnana vegna að þau verði þá ekki hætt saman eftir korter.....

Og samhvæmt E! (horfi stundum á þá merku sjónvarpsrás) er David Beckham The most sexiest men alive!! hvorki meira né minna og nú skil ég líka út af hverju Brad skildi við Jennifer og nældi í Jolie (eða var það öfugt) allavega þá er hún samhvæmt sama lista The most sexiest woman alive, en Jennifer bara númer 64, auðvitað varð hann að skipta, enda sjálfur nr 4 og þá þýðir ekki að láta sjá sig með e-m nr. 64.........

og á meðan að það er verið að murrka lífið úr Jesú í Passion of the Krist (hún er semsagt í sjónvarpinu) býð ég góða nótt og vona að þið finnið hin sanna jóla-anda innra með ykkur og trúið mér hann finnst ekki í Kringlunni.......hvað þá Smáralindinni.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jólaandinn er á túninu hjá mér. Logn og snjókoma og strákarnir farnir á gönguskíðum að ná í jólatré, agalega norskt allt saman :o)
Ekki ofreyna þig of mikið í búðunum fyrir jólin ég þarf nebblega á þér að halda eftir jól á útsölunum. Spurning hvort ekki væri vænlegast að færa jólin bara fram í janúar þegar útsölurnar eru????

Ég held að Jenifer hin ljóta eigi eftir að ættleiða börnin af þeim 20 mín. eftir að Brad verður pabbi!!!

Nafnlaus sagði...

Ég vona nú bara að Brad fari að barna hana Angelinu svo þessi gen fari ekki til spillis ;o)