16.12.05

í kjólinn fyrir jólin.....

jú fór í bæinn með tveimur traustum álitsgjöfum og skellti mér á eitt stykki pallíettu-blúndu rokk kjól! Og skó í stíl!! OMG hvað ég verð rosalega fín, hlakka rosa til að fara í kjólinn fyrir jólin:o)

Mamma ákvað semsagt að gefa mér helmingin í kjólnum þessi elska (hann kostaði nebblega nokkra þúsundkallana) Held að þetta sé allt Erlu perlu minni að kenna, hún gaf mér eitt stykki pallíettubelti, og núna er ég búin að kaupa pallíettukjól dauðans!!

.....en bara gaman að því. Nú eru semsagt mín helstu vandræði fyrir jólin að finna e-ð spennandi handa barnsföður mínum......höfuðverkur....langar ekki bara að kaupa e-ð (Hildur hvað segirðu!!þú ert svo úrræðagóð;o)

Vona innilega að Halldór verði búin snemma á þorláksmessu, langar nebblega rosamikið í gönguferð í bænum, það er svo jóló.....

jæja kveð í bili með gleði í hjarta og spennu í maga.....

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

TIl hamingju með kjólinn og skónna, þá er bara að vinda budduna og ganga frá uppí skáp þar til eftir áramótin :) en hvernig væri nú að skella eins og einni fótógrafíu af kéllu í herlegheitunum hérna inn.

Nafnlaus sagði...

Er gjörsamlega ganglaus hvað varðar gjafir handa karlmönnum! Mínum langar í tannþráð og pútter (don´t ask).
Kannski Dóri vilji rándýrt bílabón og silkiklút til að nudda hormónakerruna sína með?
Eilífur höfuðverkur með þessa karla, svo endar maður á að kaupa enn eina peysuna!
Hildur

tvíburamamman um lífið og tilveruna sagði...

haha einmitt! Ætli það verði ekki nákvæmlega ein peysan enn....