19.1.06

já það var þá ástæðan...

Jú jú hún Angelína er víst ólétt eftir Pittaran og þá skilur maður aðein betur þetta ætleiðingarvesen á þeim. En ST'ORA spurningin er náttúrulega hvort krakkinn veri þá fallegast krakki í heimi? Eða gera tveir plúsar kannski bara mínus?? Hmmmm.....

Skemmtilegur þessi leikur sem ég skellti hérna inn, margt nýtt, sem eldra efni rifjað upp á harða disknum, skellið endilega nafninu ykkar í comments ef þið eigið það eftir.....

Það er nú ansi lítið sem þarf til að gleðja gamla konu (jú mig) á laugardaginn er ég að fara út úr húsi, skilja kallana mína alla eftir og hitta skemmtilegar stúlkur, í okkar fínasta, ef ég þekki okkur rétt, smá rautt bubblý, og kannski eitthvað sterkara;o) og svo ef guð og veður leyfir eitthvað út á lífið......íhaaaaaa....

Annars er ég eitthvað andlaus í þessum skrifuðum orðum, þetta gerist kannski þegar maður hangir inni í snjó og kulda með engan bíl í innkeyrslunni til að brjóta upp hversdagsleikan sem þessa dagana samanstendur af leikskólalögum sungnum af mér, frekar falskt fyrir yngstu kallana mína.......sem betur fer vita þeir ekki hvað falskt er og horfa hugfangnir á mig á meðan..... Opera








3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ví ... hlakka líka til á laugardaginn. Hmmm það er kannski spurning að skella sér á lokaútsölurnar og finna sér eitthvað flott fyri kvöldið, verðum í bandi skvís. Luv Maggan

Nafnlaus sagði...

Þú ættir bara að koma til mín. Húsið að komast á kaf og rokið mun meira en góðu hófi gegnir. Jú jú ég er með bíl hann er bara fastur í skafli....
Er samt ekki enn farin að syngja leikskólalögin svo ég læt rás 2 nægja
Kuldabolakveðja

Nafnlaus sagði...

^þetta er sko ég að tjá mig ef þú skildir ekki fatta