23.4.06

hryllingur....já borgaði heilar 800 kr. til að láta hræða úr mér viðkvæma líftóruna og hanga meirihluta myndarinnar á bak við peysuna mína......jú þessi já svo rosalega mynd heitir the hills have eyes og er til sýnis í Regnboganum. Hvers vegna fór ég og sat undir þessum hrylling er kannski ekki allveg á tæru. Allavega þá ætlaði ég á Walk the line, en þegar í bíóhúsið var komið (eftir kappaksturskeyrslu úr Kópavogi út á Reynimel þar sem bíópartnerinn var sóttur og svo niður í bæ) sagði miðastúlkan okkur að því miður hefði myndin verið vitlaust auglýst. Verð að taka það fram að það var verið að sýna Ice age 2 kl 22, en ekki Walk the line......er ekki allveg að skilja.

En svo við snúum okkur aftur að hryllningnum, þá hafði þessi b-splatter mynd þau áhrif á mig (fyrir utan martraðir um nóttina) að ég fór að hugsa þvílíkur viðbjóður kjarnorka er. Hún semsagt snérist að vissu leiti um það, þess vegna langar mig að láta þennan link fylgja með ef einhver vill sjá hverjar afleiðingarnar urðu fyrir þessa einstaklinga sem eru á síðunni en hún heitir nuclear nightmares -twenty years since chernobyl http://www.pixelpress.org/chernobyl/

Já það er ekki allt dans á rósum, og gleði og glaumur........

því miður........

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Væri sniðugt að lagfæra færsluna ögn, textinn er bara hálfur nema náttlega þú sért að leyfa okkur að upplifa hvernig þú sást myndina...

tvíburamamman um lífið og tilveruna sagði...

Ha? ég ekki skilja?!

Nafnlaus sagði...

Viðkvæmt sálartetur mitt býður ekki upp á viðbjóð og því afþakki ég annars gott boð og sleppi linknum. En sagan er muuun betri öll finnst mér

Nafnlaus sagði...

Guð minn góður, hrikalegar myndir, læt þig samt bara um að fara á myndina í bíó:)

Nafnlaus sagði...

...Goggle...goggle...hrgghh...hrgghh..

takk fyrir væna ferð, hryllingurinn verður endurtekinn í næstu viku;)