21.4.06

rukkun.....

já það var verið að rukka mig um uppdate-ingu á þessu blessaða bloggi, sem virðist nú sigla ansi lygnan sjó þessa dagana.....

Enda hef ég varla komist út úr húsi í háans herrans tíð......

Veikindi, veikindi, veikindi, og já veikindi hafa verið mottó þessarar blessuðu fjölskyldu sem ég tilheyri víst.....

Bjó mér til latte í gær í tilefni að sumardeginum fyrsta, það hressti aðeins við sálartetrinu....

Hvað er það svo með okkur blessuðu konur og sífellt væl um aukakíló, hvort sem þau eru 2 eða 10, ég er sífellt að vesenast, ooooo þarf að fara að taka mig á er allveg búin að blása út um 3-4 kíló (sem by the way er víst eitt fatanúmer!) enda er ég hætt að ganga í þröngu gallabuxunum mínum, þær urðu of þröngar...

en með batnandi tíð koma blóm í haga, og ég er hætt að borða eftir klukkan átta á kvöldin, enda er það minn veiki tími.....þá fer ég að bragða á ýmsu óhollu sem geymist upp á skápum, já nú er það harkan sex, og svo ætla ég ef guð og hraust börn leyfa að drífa mig með nágrannakonunni duglegu í ræktina. Og þar hafiði það og ég er búin að auglýsa herlegheitin svo nú þarf ég að standa við stór markmið.......

Læt ykkur svo vita þegar ég er aftur farin að ganga í þröngu gallabuxunum.........

You Go Girl


3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Koddu bara í heilnæma loftið í sveitinni með lassarussana þína og hjálpaðu mér að moka úr hlöðunni (það fara alveg 5 kg við það eitt að horfa á verkið...) ég skal ekki eiga neitt óhollt í skápunum og ekki kemstu út í búð....

ps. svo hef ég heyrt að þvottavélar geti farið svona með flíkur, þær passa bara allt í einu ekki þegar þær koma úr vélinni einn daginn

Nafnlaus sagði...

He he kannast við svona veika tímapunkta. Ótrúlegt hvað maður getur misst sig. Vonandi fara veikindin að ganga yfir á guttunum. Takk fyrir notalegar stundir í páskafríinu. Sakna þín alveg ógurlega mikið eitthvað núna. Knús og kossar

Nafnlaus sagði...

úfff..ætli þetta sé í genunum þetta kvöld-nart?? Ég er alveg svakaleg í því líka nebblega! Ætla alltaf að fara að gera eitthvað í þessu...en borða svo bara meira fyrir vikið..hehehehe!!

Knúsíknús