24.10.05

Til hamingju með daginn...

kæru vinkonur. Fyrir 30 árum síðan var ég nýkomin heim af "vökudeildinni" (hún var ekki til 1975, var stofnuð formlega 1976) Mamma sá sér ekki fært að mæta niður í bæ þar sem hún var nýbúin að endurheimta litla barnið sitt af spítalanum eftir 2mánaða dvöl. 'I dag ætlar þetta fyrrum litla barn að vera niður í bæ í anda, þar sem hún á tvíbura sem ekki er hægt að stóla á að hlíði á ræðuhöld með bros á vör:o) Kannski kemst ég eftir 30 ár, þá 60 ára.....tíminn verður víst að leiða það í ljós.

Súpermamman ég fór í barnaafmæli í gær. Skellti börnunum mínum 3 í jeppan og brunaði á æskuslóðirnar upp í Mosó. Brynjar skemmti gestum fyrst um sinn með háværum gráti (stór og mikil tár spruttu í stríðum straumi) er farin að halda að litla peðið sé að verða smá mannafæla. Sem betur fer var Viktor hinn rólegasti í fangi ókunnugra. Loksins sofnaði Brynjar og ég gat sinnt Degi og Viktori. Þegar Viktor sofnaði, vaknaði Brynjar u.þ.b. á sömu mínútu;o) og þá var ekkert annað að gera en að leggja frá sér kökudiskinn og taka krílið upp. Og svo var afmælið búið, ég kom litlu mönnunum og stóra stráknum fyrir í jeppanum (með hjálp góðra handa) og svo brunuðum við í bæinn.....

Það er semsagt eftir þessa reynslu nokkuð freystandi og eiginlega ákveðið af minni hálfu (þú kommentar bara á þetta Dóri minn ef þú hefur e-ð að leggja til málanna!)að heima verður hangið þegar jólaboðin skella á mann með miklum þunga, að einhverjum undantekningum þó....

Já 2 mánuðir til jóla (úff!) í dag og það verður án efa stuð stuð stuð á þessu heimili. Hlakka mikið til:o)

Og þá rifjast upp fyrir mér að hver einustu jól í barnæsku frá því að ég man eftir mér var ég búin að finna gjöfina fyrir aðfangadag og vissi upp á hár hvað væri í pakkanum. Frekar fúlt, en alltaf leitaði maður samt fyrir næstu jól. Einu sinni þegar ég var ca. 12 -13 ára hafði mér ekki tekist að finna neitt þrátt fyrir leit á öllum líklegum og óliklegum stöðum. Enda man ég vel hvað það voru skemmtileg jól, þar sem ég hafði ekki kíkt í pakkan fyrirfram.....

Sem mér finnst svolítið fyndið þegar fólk notar þetta orðatiltæki, að kíkja ekki í jólapakkann fyrirfram þegar foreldrar eru að ákveða hvort þeir vilji vita kynið á barninu sínu fyrir fæðinu.....skil ekki allveg samlíkinguna, allavega varð ég ekki fyrir vonbrigðum með að vera búin að fá að vita Kynin á tvíburunum mínum, bara eintóm sæla..............

Kveðja í bili og vona að sem flestar konur taki nú þátt í kvennréttindadeginum í dag, á staðnum eða í anda eins og ég:o)




1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ skvísí mín.... og takk fyrir komuna. Það voru allir frá sér numdir yfir dugnaðinum í þér.... alveg ertu ótrúleg og það var algjörlega ómissandi að fá ykkur. sorry að ég kom ekkert við hjá þér í vikunni enda sá ég ekki upp úr skólabókunum alla vikuna. Brjáluð tösn... var ekki komin heim í föðurhúsin fyrr en að ganga 11 á kvöldin huuuuu. en verð fljótlega í bandi og svo er það náttúrulega fast plan..... önnur helgin í nóv ;) ví hlakka til. Luv Maggan