3.10.05

Sveitasæla

Halldór segir að ég sé alin upp í sveit.......

Sveitin eins og hann kallar er Mosfellsbær, ekki langt frá Reykjavík. Fyrst fannst mér þetta ógurleg móðgun, Mosó er sko alls engin sveit. En þegar ég hugsa aðeins út í þetta þá er ég eiginlega fegin og ánægð að hafa fengið að alast upp í "sveitinni". (By the way, þá ólst hann upp í fellunum, íslenska Gettóinu!)

'Eg til dæmis labbaði á næsta "sveitabæ" á hverjum morgni til ömmu og afa til að fá eina teskeið af hunangi sem afi hafði tröllatrú á að gerði mér allt hið besta .

'Eg átti heima við Dælustöðina, þar sem hægt var að klifra í trjám og vaða í ám, já og renna sér á snjóþotum niður brekkur á veturna.

Það var hægt að fara upp í "fjöllin" í kring og leika.

'Aður en að hverfið byggðist upp, voru lúpínur hinmegin við götuna og blóðbergslyng við girðinguna.

'Eg lærði að hjóla á götunni og það var ekkert hættulegt þar sem að ca 2-3 bílar keyrðu hana daglega. (ef það var svo mikið:o)

Já og svo var hægt að fara á rúlluskauta í Dælustöðinni á mýksta malbikinu.........

Þegar ég fór í heimsókn í næsta hús, þurfti ég að fara yfir mela og móa...

Vinkona mín átti heima á hænsnabúi og við fengum að leika okkur við ungana.

Það voru hitaveitu-stokkar út um allt og það var rosa gaman að hjóla á þeim.

Húsið mitt var með grasi á þakinu og hét Skál.

Var ég ekki heppin........


4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er líka alin upp í sveit, meira að segja sömu sveit og þú en núna bý ég í SVEIT og það eru ekki bara lúpínur og blóðbergslyng hér hjá mér heldur rollur og alles, meira að segja fullt af þeim. Þú getur sagt gettógæanum að Mosó sé næstum 101 miðað við margt annað....

tvíburamamman um lífið og tilveruna sagði...

já gleymdi að segja, það voru rollur í haga....

Nafnlaus sagði...

Kannast við stokkana, ég hljóp á þeim og það var geggjað skemmtilegt

Nafnlaus sagði...

Ohhhhh júbb þú varst sko heppin elskan mín og ég svo heppin að eiga minningarnar um þetta allt með þér, því þó ég hafi alist upp í sömu sveit þá eru minningarnar frá því hinumegin við þjóðveg öðruvísi... hestarnir, Kaldahvíslin, leirurnar og allt það auk ævintýrana að koma til þín í Skál.... og ekki má gleyma kanínunum þær voru nú ekkert smá vinsælar ;) ljúfar minningar.
Luv ,sú sem vildi ekki fara úr sveitinni og endaði bara lengra upp í sveit.... Maggan