4.10.05

Skál!



Eins og komið hefur fram þá hét húsið mitt Skál. Fyrir utan að heita skrítnu nafni þá var það svolítið öðruvísi í útliti en venjan er. Fólk hélt að þetta væri kirkja, hesthús, hlaða......

Dag nokkurn var ég að fara í gönguferð með litla króann hann Agga bróðir í kerru þegar það stoppar bíll hjá okkur. (einn af þessum 2-3!) og maðurinn við stýrið spyr okkur kurteisislega: er þetta einbýlishús? 'Eg leit á manninn og svarið var einfalt. Nei þetta er Skál............

Hvað ætli manngreyið hafi haldið um þennan skrítna krakka úr sveitinni!?

Engin ummæli: