9.10.05

Konukvöld

Fór út í gærkveldi, ótrúlega gaman. Hitti fyrverandi og núverandi vinnufélaga. 'Utvaldan hóp af skemmtilegu fólki, sem gaman er að fá sér í glas með og spjalla:o) Planið er að hittast fljótlega aftur, halda konukvöld, skella sér í kjóla, punnta sig upp og vera fínar! Hlakka mikið til!

Nú er leti, strákarnir sofandi og hinir strákarnir mínir að chilla í bílskúrnum. Og svo í kvöld er komið að því, humarpizzan margumtalaða verður bökuð og er sko búið að bjóða til mikillar pizzuveislu að því tilefni.

Frænka hans Dóra var að eignast lítinn prins, er búin að sjá myndir af honum á barnalandi, flottur strákur! Er samt búin að vera að velta því fyrir mér, hvað málið sé þegar lítið kríli kemur í heiminn verður allur ættbálkurinn að mæta upp á fæðinagardeild?! Konugreyið búin að vera að rembast alla nóttina, er svo skellt í keisara undir morgun og sama kvöld eru flestar frænkur og nokkrir frændur og aðrir minna skyldir búnir að æða upp á spítala til að kássast í nýfæddu barni og örþreyttri móður. 'Eg bara skil ekki svona hamagang og veit um nokkrar mæður sem hafa upplifað vægt og ekki svo vægt þunglyndi eftir svona gestagang, com on gott fólk give a woman a brake! Hvað segiði er ég ein um þessa skoðun? Aðeins að pústa!!

jæja með sól í hjarta og allt það kveð ég í bili

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við verðum náttlega að átta okkur á nokkrum staðreyndum Ösp mín!!!Krakkinn er bara brand new í smá tíma, útlitið gætið máðst af ef of margir koma á undan, öllum er skítsama um líðan móður því það er barnið sem trekkir og síðast en ALLS ekki síst Fólk er fífl.

Svo þið sem hafið hugsað ykkur um að koma upp á deild til mín eftir fæðingu segi ég þetta "FUCK OFF"

Kveð í sinni með snjó á túni :o)

Nafnlaus sagði...

Heheheh alveg sammála ykkur báðum þetta er náttúrulega bara geðveiki. Það er alveg lágmark að konan sem búin er að ganga með krílið fái nú að sjá árangur erfiðisins fyrst en ekki á milli hausamótanna á öllum ættingjum og vinum ! Hmmmmm segir sú sem tróð sér manna fyrst upp á deild til þín elskan mín með Dag og elti þig uppi með litlu guttana. Vá hvað maður getur verið klikkaður. Vona að manni verði fyrirgefin framkoman og dómharkan fyrir rest. Luv M.

tvíburamamman um lífið og tilveruna sagði...

það eru náttúrulega sumir sem eru alltaf velkomnir! Ekki misskilja pirruðu húsmóðurina!!!!!!!!!!

Nafnlaus sagði...

Við höfum rætt þetta áður, þú veist mitt álit og NEI þú ert svo langt frá því að vera ein með þessa skoðun

Kv, Hjördís